Ósk um samstarf Þorsteinn Víglundsson skrifar 28. september 2013 06:00 Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum Íslendinga í efnahagsmálum fram á veginn. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í slíka úttekt. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átakahefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnubrögð. Væntingar í þá átt eru ekki að ástæðulausu enda sagði m.a. í annarri málsgrein stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Þessi yfirlýsing gaf því skýr fyrirheit um betri samskipti við aðila vinnumarkaðarins en fyrri ríkisstjórn iðkaði og mikilvægt að sú verði raunin. Vissulega getur aðila greint á í veigamiklum atriðum. Ekki þarf heldur að taka fram að það er meirihluti Alþingis sem ræður för. Vönduð og opin umræða, þar sem mismunandi sjónarmið eru skoðuð vandlega, leiðir hins vegar undantekningalaust til betri og trúverðugri niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins ganga til slíkrar vinnu án fyrirframgefinna niðurstaðna. Úttektin sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með stjórnvöldum snýr ekki eingöngu að aðildarviðræðum við ESB og hvaða kostir þar eru í boði, heldur ekki síður að því að skýra aðra valkosti sem Íslendingum standa til boða í peningamálum. Niðurstaða í þeim efnum er mikilvægur þáttur í gerð komandi kjarasamninga og raunar hornsteinn nýrrar þjóðarsáttar um betri lífskjör. Þá er tómt mál að tala um afnám gjaldeyrishafta ef skýr peningastefna er ekki til staðar. Verkefnin fram undan eru viðamikil og mikilvæg og leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eiga gott samstarf við stjórnvöld við úrlausn þeirra. Samtökin treysta því að það sé gagnkvæmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum Íslendinga í efnahagsmálum fram á veginn. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í slíka úttekt. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átakahefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnubrögð. Væntingar í þá átt eru ekki að ástæðulausu enda sagði m.a. í annarri málsgrein stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Þessi yfirlýsing gaf því skýr fyrirheit um betri samskipti við aðila vinnumarkaðarins en fyrri ríkisstjórn iðkaði og mikilvægt að sú verði raunin. Vissulega getur aðila greint á í veigamiklum atriðum. Ekki þarf heldur að taka fram að það er meirihluti Alþingis sem ræður för. Vönduð og opin umræða, þar sem mismunandi sjónarmið eru skoðuð vandlega, leiðir hins vegar undantekningalaust til betri og trúverðugri niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins ganga til slíkrar vinnu án fyrirframgefinna niðurstaðna. Úttektin sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með stjórnvöldum snýr ekki eingöngu að aðildarviðræðum við ESB og hvaða kostir þar eru í boði, heldur ekki síður að því að skýra aðra valkosti sem Íslendingum standa til boða í peningamálum. Niðurstaða í þeim efnum er mikilvægur þáttur í gerð komandi kjarasamninga og raunar hornsteinn nýrrar þjóðarsáttar um betri lífskjör. Þá er tómt mál að tala um afnám gjaldeyrishafta ef skýr peningastefna er ekki til staðar. Verkefnin fram undan eru viðamikil og mikilvæg og leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eiga gott samstarf við stjórnvöld við úrlausn þeirra. Samtökin treysta því að það sé gagnkvæmt.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar