Náttúruverndarfrumvarpið og ríkisfjármálin Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. október 2013 06:00 Nýverið kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þróun starfa ríkisstarfsmanna frá árinu 2007. Niðurstaðan er að þeim hefur fjölgað frá árinu 2007 um 200. Á sama tíma hefur ársverkum á almennum vinnumarkaði fækkað um 18 þúsund. Í skýrslunni segir: „Á heildina litið er því ljóst að niðurskurðurinn hefur frekar bitnað á öðrum þáttum en fjölda starfsmanna. Niðurskurðurinn hefur til dæmis komið fram í lækkun launa og skertri þjónustu. Niðurskurðurinn er því alls ekki mikill á heildina litið. Raunar væri nær að segja að tekist hafi að halda aftur af þenslu í rekstri ríkisins á þessum árum en að reksturinn hafi verið skorinn niður. Hjá einstökum stofnunum getur samdrátturinn þó verið umtalsverður. Mestur niðurskurður í ársverkum hefur verið hjá stofnunum á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Aftur á móti hefur starfsmönnum fjölgað mest í stofnunum menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Í krónum talið var mest skorið niður hjá stofnunum sem heyra undir innanríkisráðuneytið, en sá liður sem mest óx voru vaxtagjöld ríkissjóðs.“ Í skýrslunni kemur enn fremur fram; „Ef ríkisstofnanir eru skoðaðar hver fyrir sig má sjá að ársverkum fækkar mest hjá Landspítalanum og næstmest hjá Tryggingarstofnun. Þær fimm stofnanir sem mest fækkun hefur orðið á ársverkum eru á höfuðborgarsvæðinu, en á stofnunum á landsbyggðinni fækkaði starfsmönnum mest á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við höfum séð að mikill niðurskurður hefur orðið í heilbrigðiskerfinu.“Forgangsröðun velferðarstjórnar Það vekur athygli að t.d. starfsmönnum í stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið fjölgar um annað hundrað á sama tíma og ársverkum á Landspítalanum fækkar um 350. Lögreglumönnum fækkar líka um 90 á þessu tímabili. Því miður dugar ekki að senda á sjúklinga sem ekki fá aðhlynningu hjá spítölum landsins til undirstofnana umhverfisráðuneytisins. En hvernig má þetta vera? Af hverju var forgangsraðað með þessum hætti? Lítið dæmi eru Náttúruverndarlögin sem voru samþykkt eftir miklar deilur á síðasta þingi. Þau lög voru keyrð af offorsi í gegnum þingið þrátt fyrir mikil mótmæli. Í kostnaðarumsögn með frumvarpinu kom fram að kostnaður myndi aukast um meira en 100 milljónir á ári fyrir ríkissjóð! Ekki var gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 né í langtímaáætlun um ríkisfjármálin. Það þarf ekki að taka það fram að ríkissjóður hefur ekki efni á þessu. Þessi útgjöld, ef þau verða að veruleika, verða tekin að láni. Starfsmönnum undirstofnana umhverfisráðuneytisins mun fjölga enn frekar og vaxtakostnaður ríkissjóðs eykst með tilheyrandi skerðingum á grunnþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þróun starfa ríkisstarfsmanna frá árinu 2007. Niðurstaðan er að þeim hefur fjölgað frá árinu 2007 um 200. Á sama tíma hefur ársverkum á almennum vinnumarkaði fækkað um 18 þúsund. Í skýrslunni segir: „Á heildina litið er því ljóst að niðurskurðurinn hefur frekar bitnað á öðrum þáttum en fjölda starfsmanna. Niðurskurðurinn hefur til dæmis komið fram í lækkun launa og skertri þjónustu. Niðurskurðurinn er því alls ekki mikill á heildina litið. Raunar væri nær að segja að tekist hafi að halda aftur af þenslu í rekstri ríkisins á þessum árum en að reksturinn hafi verið skorinn niður. Hjá einstökum stofnunum getur samdrátturinn þó verið umtalsverður. Mestur niðurskurður í ársverkum hefur verið hjá stofnunum á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Aftur á móti hefur starfsmönnum fjölgað mest í stofnunum menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Í krónum talið var mest skorið niður hjá stofnunum sem heyra undir innanríkisráðuneytið, en sá liður sem mest óx voru vaxtagjöld ríkissjóðs.“ Í skýrslunni kemur enn fremur fram; „Ef ríkisstofnanir eru skoðaðar hver fyrir sig má sjá að ársverkum fækkar mest hjá Landspítalanum og næstmest hjá Tryggingarstofnun. Þær fimm stofnanir sem mest fækkun hefur orðið á ársverkum eru á höfuðborgarsvæðinu, en á stofnunum á landsbyggðinni fækkaði starfsmönnum mest á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við höfum séð að mikill niðurskurður hefur orðið í heilbrigðiskerfinu.“Forgangsröðun velferðarstjórnar Það vekur athygli að t.d. starfsmönnum í stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið fjölgar um annað hundrað á sama tíma og ársverkum á Landspítalanum fækkar um 350. Lögreglumönnum fækkar líka um 90 á þessu tímabili. Því miður dugar ekki að senda á sjúklinga sem ekki fá aðhlynningu hjá spítölum landsins til undirstofnana umhverfisráðuneytisins. En hvernig má þetta vera? Af hverju var forgangsraðað með þessum hætti? Lítið dæmi eru Náttúruverndarlögin sem voru samþykkt eftir miklar deilur á síðasta þingi. Þau lög voru keyrð af offorsi í gegnum þingið þrátt fyrir mikil mótmæli. Í kostnaðarumsögn með frumvarpinu kom fram að kostnaður myndi aukast um meira en 100 milljónir á ári fyrir ríkissjóð! Ekki var gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 né í langtímaáætlun um ríkisfjármálin. Það þarf ekki að taka það fram að ríkissjóður hefur ekki efni á þessu. Þessi útgjöld, ef þau verða að veruleika, verða tekin að láni. Starfsmönnum undirstofnana umhverfisráðuneytisins mun fjölga enn frekar og vaxtakostnaður ríkissjóðs eykst með tilheyrandi skerðingum á grunnþjónustu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun