"Ísland getur sokkið á morgun ef…“ Þorsteinn Pálsson skrifar 12. október 2013 06:00 „En því miður, Íslandi er haldið á floti af banka í London, Ísland getur sokkið á morgun ef þeir vilja í London.“ Þessi skáldlega hreinskilni sem Halldór Laxness léði Íslandsbersa átti eftir að breytast í dapran veruleika. Síðustu daga hafa menn minnst þess að fimm ár eru frá hruni krónunnar og falli bankanna. Þessi kalda vatnsgusa, sem hvolfdist yfir þjóðina, er svo ævintýraleg að fyrirmyndirnar er fremur að finna í skáldsögunum um Íslandsbersa og Bör Börson en hagfræðiritum. Með hæfilegri einföldun má segja að tvær kenningar séu í gangi um orsakir hrunsins. Á vinstri vængnum er sú skoðun ráðandi að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og formaður bankastjórnar Seðlabankans ásamt vinum þeirra í röðum stórkapítalista beri alla sök. Ýmsir á hægri vængnum staðhæfa á hinn bóginn að ábyrgðin liggi í einu og öllu hjá stórkapítalistum sem talið er að hafi verið forystu Samfylkingarinnar þóknanlegir. Þetta eru skylmingar sem hafa má nokkra skemmtun af en hafa takmarkað gildi umfram það. Ljóst er að í viðskiptalífinu var í stórum stíl farið út fyrir þau mörk sem sett eru um fróma viðskiptahætti. En erfitt er að sjá að sú ófróma háttsemi hafi ráðist af því hvar menn töldu til vina í pólitík. Eins er með pólitísku hliðina. Þrátt fyrir hefðbundin átök á þeim vettvangi snerust þau ekki um viðskiptahallann á þeim tíma þó að hann væri undanfari krónuhrunsins. Bandaríski prófessorinn Aliber sagði í fyrirlestri í Háskóla Íslands í vikunni að orsakir alþjóðlegu fjármálakreppunnar lægju fremur í kerfinu en hjá einstaklingum sem tóku rangar ákvarðanir. Það á í stórum dráttum einnig við um Ísland.Skortur á íhaldssamri hugsun Það er sammerkt því sem gerðist hér á landi og með mörgum öðrum þjóðum að rætur vandans má finna í skorti á íhaldssamri hugsun í fjármálum. Hér sem annars staðar og jafnt á hægri væng stjórnmálanna sem þeim vinstri treystu stjórnmálamenn sér ekki í aðdraganda kreppunnar að segja: Við lifum um efni fram. Menn þurftu að viðurkenna að lífskjörin byggðust á froðu. Ábyrgðin hvílir eðli máls samkvæmt á ríkisstjórnum og seðlabönkum. En kjósendur sem refsa þeim sem rifa seglin ættu líka að hugsa sitt ráð. Í lýðræðisríkjum komast stjórnmálamenn ekki lengra en kjósendur leyfa. Pólitík er list hins mögulega. Á árunum fyrir hrun var afgangur af rekstri ríkissjóðs og skuldir voru greiddar niður. Við venjulegar aðstæður hefði það borið merki um aðgæslu og íhaldssemi. En halli á viðskiptum þjóðarbúsins sem nam fjórðungi af landsframleiðslu kallaði á meiri ráðdeild og miklum mun meiri afgang. Við gerð fjárlaga fyrir árið 2007 gerðu Samfylkingin og VG sameiginlegar tillögur að fjárlögum gegn frumvarpi þáverandi stjórnarflokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þær fólu í sér að eyða öllum ráðgerðum afgangi fjárlaganna. Það átti að sýna meiri velferðarhugsun en bar í reynd einungis vott um minni ráðdeild sem veikt hefði velferðarkerfið enn frekar við hrunið. Þetta einfalda en stóra dæmi dregur fram þá staðreynd að pólitískt- og hugmyndafræðilegt uppgjör við hrunið er ekki einfalt mál.Lærdómurinn Ýmsir halda því fram að Ísland hafi ekki tekið ábyrgð á skuldum óreiðumanna í bönkum og því farið aðra leið en Evrópusambandsríkin. Sannleikurinn er þó sá að einungis Írland varði hlutfallslega stærri hluta af peningum skattborgaranna til að bjarga bönkum. Íslenska leiðin er því hugarburður einn. Aðrir gagnrýna stjórnendur Seðlabankans fyrir að hafa veitt bönkunum ótæpilega fyrirgreiðslu eftir að þeir að eigin sögn vissu að fall þeirra var óumflýjanlegt. Skattgreiðendur borga vissulega þann brúsa í dag. Stjórnendurnir hafa varið sig með því að þeir hafi gert það sama og aðrir seðlabankar í Evrópu á þessum tíma. Þótt um þetta megi deila er erfitt að blása með öllu á þá réttlætingu. Þá eru stjórnendur Seðlabankans gagnrýndir fyrir hávaxtastefnuna sem sogaði erlent fjármagn inn í landið í stórum stíl. Á móti geta þeir bent á að notuð hafi verið hefðbundin seðlabankameðul. Þó að þau hafi ekki virkað hér af ýmsum ástæðum hefur ekki verið sýnt fram á að vaxtalækkun hefði heldur dugað til að halda jafnvægi eins og á stóð. Það var auðveldara að verjast fjármálakreppunni í evrukerfinu þótt það gengi ekki upp alls staðar. En stjórnendur Seðlabankans gátu ekki varist í krónukerfinu, nema með höftum. Það var ekki mannlegur veikleiki. Markaðurinn var einfaldlega öflugri en fullveldisráðin yfir krónunni. Það er lærdómurinn. Kerfisbreyting í peningamálum var nauðsynleg og er enn frekar nú. Fái íhaldssemin ekki að ráða fjármálastefnunni er bersögli Íslandsbersa í fullu gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
„En því miður, Íslandi er haldið á floti af banka í London, Ísland getur sokkið á morgun ef þeir vilja í London.“ Þessi skáldlega hreinskilni sem Halldór Laxness léði Íslandsbersa átti eftir að breytast í dapran veruleika. Síðustu daga hafa menn minnst þess að fimm ár eru frá hruni krónunnar og falli bankanna. Þessi kalda vatnsgusa, sem hvolfdist yfir þjóðina, er svo ævintýraleg að fyrirmyndirnar er fremur að finna í skáldsögunum um Íslandsbersa og Bör Börson en hagfræðiritum. Með hæfilegri einföldun má segja að tvær kenningar séu í gangi um orsakir hrunsins. Á vinstri vængnum er sú skoðun ráðandi að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og formaður bankastjórnar Seðlabankans ásamt vinum þeirra í röðum stórkapítalista beri alla sök. Ýmsir á hægri vængnum staðhæfa á hinn bóginn að ábyrgðin liggi í einu og öllu hjá stórkapítalistum sem talið er að hafi verið forystu Samfylkingarinnar þóknanlegir. Þetta eru skylmingar sem hafa má nokkra skemmtun af en hafa takmarkað gildi umfram það. Ljóst er að í viðskiptalífinu var í stórum stíl farið út fyrir þau mörk sem sett eru um fróma viðskiptahætti. En erfitt er að sjá að sú ófróma háttsemi hafi ráðist af því hvar menn töldu til vina í pólitík. Eins er með pólitísku hliðina. Þrátt fyrir hefðbundin átök á þeim vettvangi snerust þau ekki um viðskiptahallann á þeim tíma þó að hann væri undanfari krónuhrunsins. Bandaríski prófessorinn Aliber sagði í fyrirlestri í Háskóla Íslands í vikunni að orsakir alþjóðlegu fjármálakreppunnar lægju fremur í kerfinu en hjá einstaklingum sem tóku rangar ákvarðanir. Það á í stórum dráttum einnig við um Ísland.Skortur á íhaldssamri hugsun Það er sammerkt því sem gerðist hér á landi og með mörgum öðrum þjóðum að rætur vandans má finna í skorti á íhaldssamri hugsun í fjármálum. Hér sem annars staðar og jafnt á hægri væng stjórnmálanna sem þeim vinstri treystu stjórnmálamenn sér ekki í aðdraganda kreppunnar að segja: Við lifum um efni fram. Menn þurftu að viðurkenna að lífskjörin byggðust á froðu. Ábyrgðin hvílir eðli máls samkvæmt á ríkisstjórnum og seðlabönkum. En kjósendur sem refsa þeim sem rifa seglin ættu líka að hugsa sitt ráð. Í lýðræðisríkjum komast stjórnmálamenn ekki lengra en kjósendur leyfa. Pólitík er list hins mögulega. Á árunum fyrir hrun var afgangur af rekstri ríkissjóðs og skuldir voru greiddar niður. Við venjulegar aðstæður hefði það borið merki um aðgæslu og íhaldssemi. En halli á viðskiptum þjóðarbúsins sem nam fjórðungi af landsframleiðslu kallaði á meiri ráðdeild og miklum mun meiri afgang. Við gerð fjárlaga fyrir árið 2007 gerðu Samfylkingin og VG sameiginlegar tillögur að fjárlögum gegn frumvarpi þáverandi stjórnarflokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þær fólu í sér að eyða öllum ráðgerðum afgangi fjárlaganna. Það átti að sýna meiri velferðarhugsun en bar í reynd einungis vott um minni ráðdeild sem veikt hefði velferðarkerfið enn frekar við hrunið. Þetta einfalda en stóra dæmi dregur fram þá staðreynd að pólitískt- og hugmyndafræðilegt uppgjör við hrunið er ekki einfalt mál.Lærdómurinn Ýmsir halda því fram að Ísland hafi ekki tekið ábyrgð á skuldum óreiðumanna í bönkum og því farið aðra leið en Evrópusambandsríkin. Sannleikurinn er þó sá að einungis Írland varði hlutfallslega stærri hluta af peningum skattborgaranna til að bjarga bönkum. Íslenska leiðin er því hugarburður einn. Aðrir gagnrýna stjórnendur Seðlabankans fyrir að hafa veitt bönkunum ótæpilega fyrirgreiðslu eftir að þeir að eigin sögn vissu að fall þeirra var óumflýjanlegt. Skattgreiðendur borga vissulega þann brúsa í dag. Stjórnendurnir hafa varið sig með því að þeir hafi gert það sama og aðrir seðlabankar í Evrópu á þessum tíma. Þótt um þetta megi deila er erfitt að blása með öllu á þá réttlætingu. Þá eru stjórnendur Seðlabankans gagnrýndir fyrir hávaxtastefnuna sem sogaði erlent fjármagn inn í landið í stórum stíl. Á móti geta þeir bent á að notuð hafi verið hefðbundin seðlabankameðul. Þó að þau hafi ekki virkað hér af ýmsum ástæðum hefur ekki verið sýnt fram á að vaxtalækkun hefði heldur dugað til að halda jafnvægi eins og á stóð. Það var auðveldara að verjast fjármálakreppunni í evrukerfinu þótt það gengi ekki upp alls staðar. En stjórnendur Seðlabankans gátu ekki varist í krónukerfinu, nema með höftum. Það var ekki mannlegur veikleiki. Markaðurinn var einfaldlega öflugri en fullveldisráðin yfir krónunni. Það er lærdómurinn. Kerfisbreyting í peningamálum var nauðsynleg og er enn frekar nú. Fái íhaldssemin ekki að ráða fjármálastefnunni er bersögli Íslandsbersa í fullu gildi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun