Fullt af gleði Jónas Sen skrifar 26. október 2013 10:00 Sinfóníuhljómsveit Færeyja: "Spilamennskan var tilfinningarík og margbrotin, ólík blæbrigði mismunandi tilbrigða voru útfærð af kostgæfni.“ Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Færeyja flutti verk eftir Tsjajkovskí, Elgar og Rasmussen. Einleikari: Pavel Raykerus. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson Miðvikudagur 23. október. Pavel Raykerus heitir maður. Hann er píanóleikari og lék einleik í fyrsta píanókonsertinum eftir Tsjajkovskí á tónleikum í Eldborg í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Tilefnið var 30 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Færeyja, sem var hér á tónleikaferðalagi. Hljómsveitin er ekki stór, nokkuð minni en hljómsveitin okkar sýndist mér. Hún var þó ekki verri fyrir það. Konsertinn byrjaði með látum; hljómsveitin spilaði fyrstu tónana, og samhljómurinn var breiður og safaríkur. Síðan réðst Raykerus á píanóið. Maður heyrði strax að hann er frábær píanóleikari. Ofurhröð nótnahlaup voru óheft, glitrandi og kraftmikil. Túlkunin var gríðarlega ástríðufull – það var hvergi dauður punktur í músíkinni. Leikurinn var spennuþrunginn og fullur af gleði. Ég naut hvers tóns. Hljómsveitin spilaði prýðilega. Einstöku sinnum voru einleikari og píanóleikari ekki alveg samtaka, og sellóin voru ekki alltaf hrein. En stuðið í túlkuninni vó upp á móti. Smávegis misfellur skiptu því litlu máli. Píanókonsertinn eftir Tsjajkovskí gerir miklar kröfur til einleikarans. Ekki aðeins verður hann að búa yfir magnaðri leiktækni, hann verður almennt séð að vera í líkamlegu toppformi. Raykerus er það greinilega, því hann blés ekki úr nös þótt hamagangurinn væri ógurlegur. Til marks um það lék hann pólónesu í As-dúr eftir Chopin sem aukalag. Þar eru líka átök, en píanistinn hafði ekkert fyrir þeim. Hann átti svo auðvelt með þau að ég er viss um að hann fór baksviðs á eftir og gerði hundrað armbeygjur til að kæla sig niður. Eins og nærri má geta voru áhorfendur hrifnir. En lófaklappið var einnig ríkulegt eftir frumflutta nútímaverkið á dagskránni, sem var Veisla eftir Sunleif Rasmussen. Hún var í einum þætti sem var einkar fjörlegur. Tónmálið var ferskt og lifandi, stígandin í tónlistinni áhrifamikil. Hún endaði á hvelli í orðsins fyllstu merkingu: Hljóðfæraleikararnir sprengdu blöðrur, og var það endapunkturinn í sjálfri tónlistinni. Það kom verulega á óvart. Hljómsveitin spilaði verkið af öryggi, og það var falleg alúð í túlkuninni. Sömu sögu er að segja um síðustu tónsmíðina á dagskránni, Tilbrigði um eigið stef eftir Elgar. Spilamennskan var tilfinningarík og margbrotin, ólík blæbrigði mismunandi tilbrigða voru útfærð af kostgæfni. Stjórnandinn Bernharður Wilkinson hefur greinilega unnið gott starf með hljómsveitinni. Áður fyrr var hann flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, en varð síðar aðstoðarhljómsveitarstjóri hennar. Frá árinu 2005 hefur hann hins vegar verið aðalstjórnandi sveitarinnar í Færeyjum. Hljómsveitinni og aðstandendum hennar er hér með óskað til hamingju með afmælið.Niðurstaða: Safaríkur hljómsveitarleikur, afburða píanóleikari. Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Færeyja flutti verk eftir Tsjajkovskí, Elgar og Rasmussen. Einleikari: Pavel Raykerus. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson Miðvikudagur 23. október. Pavel Raykerus heitir maður. Hann er píanóleikari og lék einleik í fyrsta píanókonsertinum eftir Tsjajkovskí á tónleikum í Eldborg í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Tilefnið var 30 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Færeyja, sem var hér á tónleikaferðalagi. Hljómsveitin er ekki stór, nokkuð minni en hljómsveitin okkar sýndist mér. Hún var þó ekki verri fyrir það. Konsertinn byrjaði með látum; hljómsveitin spilaði fyrstu tónana, og samhljómurinn var breiður og safaríkur. Síðan réðst Raykerus á píanóið. Maður heyrði strax að hann er frábær píanóleikari. Ofurhröð nótnahlaup voru óheft, glitrandi og kraftmikil. Túlkunin var gríðarlega ástríðufull – það var hvergi dauður punktur í músíkinni. Leikurinn var spennuþrunginn og fullur af gleði. Ég naut hvers tóns. Hljómsveitin spilaði prýðilega. Einstöku sinnum voru einleikari og píanóleikari ekki alveg samtaka, og sellóin voru ekki alltaf hrein. En stuðið í túlkuninni vó upp á móti. Smávegis misfellur skiptu því litlu máli. Píanókonsertinn eftir Tsjajkovskí gerir miklar kröfur til einleikarans. Ekki aðeins verður hann að búa yfir magnaðri leiktækni, hann verður almennt séð að vera í líkamlegu toppformi. Raykerus er það greinilega, því hann blés ekki úr nös þótt hamagangurinn væri ógurlegur. Til marks um það lék hann pólónesu í As-dúr eftir Chopin sem aukalag. Þar eru líka átök, en píanistinn hafði ekkert fyrir þeim. Hann átti svo auðvelt með þau að ég er viss um að hann fór baksviðs á eftir og gerði hundrað armbeygjur til að kæla sig niður. Eins og nærri má geta voru áhorfendur hrifnir. En lófaklappið var einnig ríkulegt eftir frumflutta nútímaverkið á dagskránni, sem var Veisla eftir Sunleif Rasmussen. Hún var í einum þætti sem var einkar fjörlegur. Tónmálið var ferskt og lifandi, stígandin í tónlistinni áhrifamikil. Hún endaði á hvelli í orðsins fyllstu merkingu: Hljóðfæraleikararnir sprengdu blöðrur, og var það endapunkturinn í sjálfri tónlistinni. Það kom verulega á óvart. Hljómsveitin spilaði verkið af öryggi, og það var falleg alúð í túlkuninni. Sömu sögu er að segja um síðustu tónsmíðina á dagskránni, Tilbrigði um eigið stef eftir Elgar. Spilamennskan var tilfinningarík og margbrotin, ólík blæbrigði mismunandi tilbrigða voru útfærð af kostgæfni. Stjórnandinn Bernharður Wilkinson hefur greinilega unnið gott starf með hljómsveitinni. Áður fyrr var hann flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, en varð síðar aðstoðarhljómsveitarstjóri hennar. Frá árinu 2005 hefur hann hins vegar verið aðalstjórnandi sveitarinnar í Færeyjum. Hljómsveitinni og aðstandendum hennar er hér með óskað til hamingju með afmælið.Niðurstaða: Safaríkur hljómsveitarleikur, afburða píanóleikari.
Gagnrýni Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira