Tuttugu stiga menn blómstra í hverju horni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2013 07:45 Kári Jónsson, 16 ára sonur Jóns Arnars Ingvarssonar, skoraði 28 stig í sínum þriðja leik í úrvalsdeildinni. Mynd/Valli Þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar Keflavík vann þriggja stiga sigur á Njarðvík, 88-85, í mögnuðu uppgjöri tveggja ósigraða liða í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Gunnar Ólafsson tryggði Keflavík sigurinn í sínum fyrsta Reykjanesbæjarslag og þó að hann hafi ekki komist í 20 stigin í gær þá er hann enn eitt dæmi um íslenskan leikmann sem stelur sviðsljósinu í upphafi tímabilsins. Nýjar reglur tóku gildi í deildinni í haust því frá og með þessu tímabil þurfa fjórir af fimm leikmönnum inni á vellinum í hvoru liði að vera með íslenskan ríkisborgararétt. Liðin úti á landi eru ekki alltof hrifin af þessum breytingum enda eiga þau oft erfitt að með halda í eða fá íslenska stráka til að spila úti á landi þar sem flestir sækja skóla eða önnur tækifæri fyrir sunnan. Áhrif reglubreytingarinnar virðast þó hafa haft þau áhrif sem fylgismenn hennar sáu fyrir sér. Íslenskir leikmenn hafa fengið stærra hlutverk og meiri ábyrgð í sínum liðum. Þetta sést meðal annars vel þegar stigaskor leikmanna í fyrstu þremur umferðunum er skoðað nánar. Alls hefur 21 Íslendingur skorað tuttugu stig eða meira í einum leik og ellefu af tólf liðum deildarinnar eiga íslenskan leikmann sem hefur rofið tuttugu stiga múrinn. Nýliðar Hauka eiga þrjá íslenska tuttugu stiga menn alveg eins og KR, ÍR og Grindavík. Í síðasta leik skoraði til dæmis hinn sextán ára gamli Kári Jónsson 28 stig fyrir Hauka á rúmum 18 mínútum þar sem hann hitti úr 11 af 12 skotum sínum. Fjórði Haukamaðurinn sem hefur sprungið út er síðan leikstjórnandinn Emil Barja sem náði þrefaldri tvennu í fyrsta leik. Það er heldur ekki eins og fleiri íslenskir skorarar eigi ekki eftir að bætast í hópinn á þessu tímabili. KR-ingarnir Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru til dæmis þekktir skorarar enda illviðráðanlegir á góðum degi og fleiri tilvonandi tuttugu stiga leikmenn bíða eftir sínum degi eða dögum. Það er nefnilega nóg af ungum, stórefnilegum leikmönnum í deildinni sem fá nú tækifærið til að sýna hvað í þá er spunnið. Ævintýri Njarðvíkurhúnanna síðustu ár hafa ennfremur sýnt hvaða árangri er hægt að ná þegar félög þora að veðja á uppalda leikmenn sína. Fleiri félög hafa nú nýtt sér þessa góðu fyrirmynd. Framlag leikmanna til sinna liða stendur þó ekki og fellur með stigaskori þeirra því leikmenn hjálpa liðum sínum á mörgum öðrum sviðum. Framlag er annar mælikvarði á leikmenn og þegar framlagslistinn er skoðaður bætast við sex íslenskir leikmenn sem hafa rofið tuttugu framlagsstigamúrinn. Þá kemur góður varnarleikur seint fram á tölfræðiblaðinu. Það sem tölfræðin sýnir er aftur á móti að íslenskir leikmenn eru að fá og nýta tækifærin sín í upphafi vonandi skemmtilegs körfuboltatímabils. 20 stiga mennirnir í fyrstu 3 umferðunum:Reyndari leikmenn Justin Shouse, Stjarnan (32) Jóhann Árni Ólafsson Grindavík (28) Jón Ólafur Jónsson Snæfell (28) Guðmundur Jónsson Keflavík (27) Þorleifur Ólafsson Grindavík (27) Helgi Már Magnússon KR (25) Logi Gunnarsson Njarðvík (24, 23, 22) Páll Axel Vilbergsson Skallagrímur (23, 23) Mirko Stefán Virijevic KFÍ (20, 24) Sigurður Gunnar Þorsteinsson Grindavík (20, 23) Davíð Páll Hermannsson Haukar (22) Darri Hilmarsson KR (22) Sveinbjörn Claessen ÍR (21, 21) Pavel Ermolinskij KR (20)Ungu strákarnir Matthías Orri Sigurðarson ÍR (33) Haukur Óskarsson Haukar (25,31) Elvar Már Friðriksson Njarðvík (28, 23) Kári Jónsson Haukar (28) Björgvin Ríkharðsson ÍR (24) Tómas Heiðar Tómasson Þór Þorl. (20) Kristján Pétur Andrésson Snæfell (20)Bankandi á dyrnar Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 19* Ágúst Angantýsson, KFÍ 19 Brynjar Þór Björnsson, KR 18 Martin Hermannsson, KR 18 Darrel Keith Lewis, Keflavík 17** Grétar Ingi Erlendsson, Skallagrímur 17 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Snæfell 17** Baldur Þór Ragnarsson, Þór Þorl. 16 Dagur Kár Jónsson, Stjarnan 15 Hraunar Karl Guðmundsson, KFÍ 15 Ólafur Ólafsson Grindavík 15*** Meiddur - sleit krossband** Á 20 stiga framlagsleik Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar Keflavík vann þriggja stiga sigur á Njarðvík, 88-85, í mögnuðu uppgjöri tveggja ósigraða liða í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Gunnar Ólafsson tryggði Keflavík sigurinn í sínum fyrsta Reykjanesbæjarslag og þó að hann hafi ekki komist í 20 stigin í gær þá er hann enn eitt dæmi um íslenskan leikmann sem stelur sviðsljósinu í upphafi tímabilsins. Nýjar reglur tóku gildi í deildinni í haust því frá og með þessu tímabil þurfa fjórir af fimm leikmönnum inni á vellinum í hvoru liði að vera með íslenskan ríkisborgararétt. Liðin úti á landi eru ekki alltof hrifin af þessum breytingum enda eiga þau oft erfitt að með halda í eða fá íslenska stráka til að spila úti á landi þar sem flestir sækja skóla eða önnur tækifæri fyrir sunnan. Áhrif reglubreytingarinnar virðast þó hafa haft þau áhrif sem fylgismenn hennar sáu fyrir sér. Íslenskir leikmenn hafa fengið stærra hlutverk og meiri ábyrgð í sínum liðum. Þetta sést meðal annars vel þegar stigaskor leikmanna í fyrstu þremur umferðunum er skoðað nánar. Alls hefur 21 Íslendingur skorað tuttugu stig eða meira í einum leik og ellefu af tólf liðum deildarinnar eiga íslenskan leikmann sem hefur rofið tuttugu stiga múrinn. Nýliðar Hauka eiga þrjá íslenska tuttugu stiga menn alveg eins og KR, ÍR og Grindavík. Í síðasta leik skoraði til dæmis hinn sextán ára gamli Kári Jónsson 28 stig fyrir Hauka á rúmum 18 mínútum þar sem hann hitti úr 11 af 12 skotum sínum. Fjórði Haukamaðurinn sem hefur sprungið út er síðan leikstjórnandinn Emil Barja sem náði þrefaldri tvennu í fyrsta leik. Það er heldur ekki eins og fleiri íslenskir skorarar eigi ekki eftir að bætast í hópinn á þessu tímabili. KR-ingarnir Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru til dæmis þekktir skorarar enda illviðráðanlegir á góðum degi og fleiri tilvonandi tuttugu stiga leikmenn bíða eftir sínum degi eða dögum. Það er nefnilega nóg af ungum, stórefnilegum leikmönnum í deildinni sem fá nú tækifærið til að sýna hvað í þá er spunnið. Ævintýri Njarðvíkurhúnanna síðustu ár hafa ennfremur sýnt hvaða árangri er hægt að ná þegar félög þora að veðja á uppalda leikmenn sína. Fleiri félög hafa nú nýtt sér þessa góðu fyrirmynd. Framlag leikmanna til sinna liða stendur þó ekki og fellur með stigaskori þeirra því leikmenn hjálpa liðum sínum á mörgum öðrum sviðum. Framlag er annar mælikvarði á leikmenn og þegar framlagslistinn er skoðaður bætast við sex íslenskir leikmenn sem hafa rofið tuttugu framlagsstigamúrinn. Þá kemur góður varnarleikur seint fram á tölfræðiblaðinu. Það sem tölfræðin sýnir er aftur á móti að íslenskir leikmenn eru að fá og nýta tækifærin sín í upphafi vonandi skemmtilegs körfuboltatímabils. 20 stiga mennirnir í fyrstu 3 umferðunum:Reyndari leikmenn Justin Shouse, Stjarnan (32) Jóhann Árni Ólafsson Grindavík (28) Jón Ólafur Jónsson Snæfell (28) Guðmundur Jónsson Keflavík (27) Þorleifur Ólafsson Grindavík (27) Helgi Már Magnússon KR (25) Logi Gunnarsson Njarðvík (24, 23, 22) Páll Axel Vilbergsson Skallagrímur (23, 23) Mirko Stefán Virijevic KFÍ (20, 24) Sigurður Gunnar Þorsteinsson Grindavík (20, 23) Davíð Páll Hermannsson Haukar (22) Darri Hilmarsson KR (22) Sveinbjörn Claessen ÍR (21, 21) Pavel Ermolinskij KR (20)Ungu strákarnir Matthías Orri Sigurðarson ÍR (33) Haukur Óskarsson Haukar (25,31) Elvar Már Friðriksson Njarðvík (28, 23) Kári Jónsson Haukar (28) Björgvin Ríkharðsson ÍR (24) Tómas Heiðar Tómasson Þór Þorl. (20) Kristján Pétur Andrésson Snæfell (20)Bankandi á dyrnar Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 19* Ágúst Angantýsson, KFÍ 19 Brynjar Þór Björnsson, KR 18 Martin Hermannsson, KR 18 Darrel Keith Lewis, Keflavík 17** Grétar Ingi Erlendsson, Skallagrímur 17 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Snæfell 17** Baldur Þór Ragnarsson, Þór Þorl. 16 Dagur Kár Jónsson, Stjarnan 15 Hraunar Karl Guðmundsson, KFÍ 15 Ólafur Ólafsson Grindavík 15*** Meiddur - sleit krossband** Á 20 stiga framlagsleik
Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti