Landspítalinn getur fengið milljarða – ef þjóðin vill Jón Karl Snorrason skrifar 29. október 2013 06:00 Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun