Of auðvelt að taka meira Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. október 2013 06:00 Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki; 14,48% af því sem borgarbúar vinna sér inn. Útsvarsprósentu má aldrei líta á sem lögmál heldur á hún alltaf að vera til skoðunar með það að markmiði að borgarbúar haldi sem mestu eftir af tekjunum. Parkinson nokkur setti fram lögmál um að hvert verkefni sem unnið væri hjá hinu opinbera tæki þann tíma sem því væri úthlutað. Seinna setti Niskanen fram kenningar um að forsvarsmenn opinberra stofnana hefðu tilhneigingu til að þenja út umsvif þeirra, nema kjörnir fulltrúar settu þeim mörk. Með þetta til hliðsjónar má velta fyrir sér hvort það segi sig ekki sjálft að væri leyfilegt útsvar hærra, væri það áfram nýtt upp í topp. Ef það væri lægra, væri að sama skapi fundið út úr því. Undanfarin ár hefur aðhaldið verið fært frá borgarkerfinu yfir á borgarbúa með hærri álögum. Þegar unnið er með abstrakt tölur í Excel-skjölum tapast skynjunin á að við erum að tala um beinharðar og dýrmætar ráðstöfunartekjur borgarbúa. Þess vegna er líka alltof auðvelt að hækka útsvarið um prósentubrot. Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. Þannig á nálgunin að vera. Það er lágmark að borgarfulltrúar muni – sérstaklega núna þegar borgarstjórn liggur yfir fjárhagsáætlun – að þeir þurfa að fara með útsvarstekjurnar eins og sérhver borgarbúi hafi gert sér ferð í Ráðhúsið og rétt þeim peningana sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki; 14,48% af því sem borgarbúar vinna sér inn. Útsvarsprósentu má aldrei líta á sem lögmál heldur á hún alltaf að vera til skoðunar með það að markmiði að borgarbúar haldi sem mestu eftir af tekjunum. Parkinson nokkur setti fram lögmál um að hvert verkefni sem unnið væri hjá hinu opinbera tæki þann tíma sem því væri úthlutað. Seinna setti Niskanen fram kenningar um að forsvarsmenn opinberra stofnana hefðu tilhneigingu til að þenja út umsvif þeirra, nema kjörnir fulltrúar settu þeim mörk. Með þetta til hliðsjónar má velta fyrir sér hvort það segi sig ekki sjálft að væri leyfilegt útsvar hærra, væri það áfram nýtt upp í topp. Ef það væri lægra, væri að sama skapi fundið út úr því. Undanfarin ár hefur aðhaldið verið fært frá borgarkerfinu yfir á borgarbúa með hærri álögum. Þegar unnið er með abstrakt tölur í Excel-skjölum tapast skynjunin á að við erum að tala um beinharðar og dýrmætar ráðstöfunartekjur borgarbúa. Þess vegna er líka alltof auðvelt að hækka útsvarið um prósentubrot. Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. Þannig á nálgunin að vera. Það er lágmark að borgarfulltrúar muni – sérstaklega núna þegar borgarstjórn liggur yfir fjárhagsáætlun – að þeir þurfa að fara með útsvarstekjurnar eins og sérhver borgarbúi hafi gert sér ferð í Ráðhúsið og rétt þeim peningana sína.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar