Um hvað snýst Al Thani-málið? Ragnar Halldór Hall skrifar 31. október 2013 06:00 Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun