Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2013 06:45 Íbúar í Tacloban halda fyrir vit sér til að forðast lyktina af líkum sem liggja meðfram götum og í rústum borgarinnar. Mynd/AP Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira