Að plata ónæmiskerfið Teitur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Þegar við verðum lasin finnum við iðulega fyrir einhvers konar einkennum, þau geta verið margvísleg og bæði tengst beint og óbeint því sem hrjáir okkur hverju sinni. Dæmi um þetta eru sýkingar sem oft eru staðbundnar og gefa okkur verki þar sem bólgan situr eins og við eyrnabólgu eða hálsbólgu, en þrátt fyrir að baráttan fari fram á ákveðnum stað getum við fengið mikil almenn einkenni til viðbótar eins og hita eða beinverki svo fátt eitt sé nefnt. Það er vegna þess að ónæmiskerfið okkar er ræst upp og hersveitir hvítra blóðkorna flykkjast af stað til að ráða niðurlögum þessa óboðna gests. Í sinni einföldustu mynd virkar ónæmiskerfið þannig að það þarf að þekkja það sem er utanaðkomandi eða bilað frá því sem er heilbrigt og hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi. Markmiðið er að vinna gegn slíku auk þess að muna og geyma upplýsingarnar til að geta brugðist hratt við næst og koma í veg fyrir veikindi. Þess vegna fáum við sjaldan eða aldrei nákvæmlega sömu sýkinguna tvisvar auk þess sem við nýtum þennan eiginleika til að búa til bóluefni svo dæmi sé tekið.Sjálfsónæmissjúkdómar Flest búum við svo vel að eiga öflugt ónæmiskerfi sem sér stöðugt um að vernda okkur og tekur sér aldrei frí, ekki frekar en hjartað. Það berst við allar tegundir sýkla, en stundum þurfum við aðstoð í formi lyfja til þess að drepa niður bakteríur og sveppi, veirusýkingar eru erfiðari viðfangs og eigum við færri vopn þar og treystum því verulega á að ónæmiskerfi okkar tækli þann vanda. Því gengur iðulega vel en þó eru ýmsar undantekningar þar á eins og til dæmis HIV. Það er hins vegar svo að í öllum þeim hasar og daglega amstri sem ónæmiskerfið þarf að glíma við getur það líka gert mistök og byrjað að ráðast gegn okkur. Það er það sem við köllum sjálfsónæmissjúkdóma en þeir eru býsna margir og misalvarlegir. Þeir sem við þekkjum einna helst eru sykursýki af tegund 1, liðagigt, rauðir úlfar, MS-sjúkdómur, glútenóþol, ristilbólgur, Hashimoto"s, psoriasis og margir fleiri. Allir þessir sjúkdómar eiga það sammerkt að líkaminn ræðst gegn sjálfum sér og veldur þeim einkennum sem sjúklingarnir finna fyrir á grundvelli þeirrar baráttu sem ónæmiskerfið háir á hverjum stað fyrir sig. Vandamálin sem felast í meðferð þessara sjúkdóma eru augljós, en þau eru að þurfa að lama ónæmiskerfið á vissan hátt til þess að draga úr einkennum sjúklingsins. Á sama tíma getur það ekki varið okkur sem skyldi og því geta fylgt slæmar aukaverkanir eins og alvarlegar sýkingar, krabbamein og jafnvel dauði.Endurmenntun ónæmiskerfisins Okkur hefur gengið fremur illa að plata ónæmiskerfið fram að þessu, í upphafi notuðum við stera og krabbameinslyf, nú eigum við líka sértækari svokölluð líftæknilyf sem hafa komið á markað og byggja á því að breyta virkni ónæmiskerfisins. Þau hafa skilað ákveðnum árangri en við vitum ekki hvaða aukaverkanir þau kunna að hafa í för með sér til lengri tíma litið. Ljóst er að við erum að halda sjúkdómum í skefjum með misgóðum árangri en ekki að lækna þá. Vandinn liggur í okkar eigin frumum og við þurfum að finna leiðir til að kenna þeim upp á nýtt eða senda þær í endurmenntun svo þær hætti að skaða okkur. Í sumum tilvikum tekur ónæmiskerfið upp á því að hætta af sjálfu sér að ráðast á eigin vef og viðkomandi læknast án aðkomu læknavísindanna. Þekktasta dæmið er Hashimoto"s thyroiditis eða bólga í skjaldkirtli sem er tímabundin og veldur vanstarfsemi í kirtlinum. Nýlegar rannsóknir á sviði MS-sjúkdóms lofa hins vegar mjög góðu um það að mögulega sé okkur að takast að endurmennta ónæmiskerfið og breyta sjúkdómsgangi sjúklinga með slíkan sjúkdóm. Þar er um að ræða að taka hvít blóðkorn úr sjúklingi, merkja þau með þeim efnum sem líkaminn ræðst gegn og gefa sjúklingnum blóðkornin aftur. Á þennan hátt virðist líkaminn hætta að ráðast gegn þeim. Aukaverkanir voru sáralitlar og meginkosturinn er sá að ekki er verið að dempa ónæmiskerfið á sama tíma eins og við allar aðrar meðferðir sem við þekkjum í dag. Frekari rannsókna er þörf, en menn vona að þessi möguleiki geti nýst í mörgum öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og eru þegar dæmi um það í dýratilraunum. Kannski tekst okkur að lækna marga af erfiðustu sjúkdómum sem við þekkjum í dag á þennan hátt? En eins og Sun Tzu sagði: „To know your enemy, you must become your enemy.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar við verðum lasin finnum við iðulega fyrir einhvers konar einkennum, þau geta verið margvísleg og bæði tengst beint og óbeint því sem hrjáir okkur hverju sinni. Dæmi um þetta eru sýkingar sem oft eru staðbundnar og gefa okkur verki þar sem bólgan situr eins og við eyrnabólgu eða hálsbólgu, en þrátt fyrir að baráttan fari fram á ákveðnum stað getum við fengið mikil almenn einkenni til viðbótar eins og hita eða beinverki svo fátt eitt sé nefnt. Það er vegna þess að ónæmiskerfið okkar er ræst upp og hersveitir hvítra blóðkorna flykkjast af stað til að ráða niðurlögum þessa óboðna gests. Í sinni einföldustu mynd virkar ónæmiskerfið þannig að það þarf að þekkja það sem er utanaðkomandi eða bilað frá því sem er heilbrigt og hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi. Markmiðið er að vinna gegn slíku auk þess að muna og geyma upplýsingarnar til að geta brugðist hratt við næst og koma í veg fyrir veikindi. Þess vegna fáum við sjaldan eða aldrei nákvæmlega sömu sýkinguna tvisvar auk þess sem við nýtum þennan eiginleika til að búa til bóluefni svo dæmi sé tekið.Sjálfsónæmissjúkdómar Flest búum við svo vel að eiga öflugt ónæmiskerfi sem sér stöðugt um að vernda okkur og tekur sér aldrei frí, ekki frekar en hjartað. Það berst við allar tegundir sýkla, en stundum þurfum við aðstoð í formi lyfja til þess að drepa niður bakteríur og sveppi, veirusýkingar eru erfiðari viðfangs og eigum við færri vopn þar og treystum því verulega á að ónæmiskerfi okkar tækli þann vanda. Því gengur iðulega vel en þó eru ýmsar undantekningar þar á eins og til dæmis HIV. Það er hins vegar svo að í öllum þeim hasar og daglega amstri sem ónæmiskerfið þarf að glíma við getur það líka gert mistök og byrjað að ráðast gegn okkur. Það er það sem við köllum sjálfsónæmissjúkdóma en þeir eru býsna margir og misalvarlegir. Þeir sem við þekkjum einna helst eru sykursýki af tegund 1, liðagigt, rauðir úlfar, MS-sjúkdómur, glútenóþol, ristilbólgur, Hashimoto"s, psoriasis og margir fleiri. Allir þessir sjúkdómar eiga það sammerkt að líkaminn ræðst gegn sjálfum sér og veldur þeim einkennum sem sjúklingarnir finna fyrir á grundvelli þeirrar baráttu sem ónæmiskerfið háir á hverjum stað fyrir sig. Vandamálin sem felast í meðferð þessara sjúkdóma eru augljós, en þau eru að þurfa að lama ónæmiskerfið á vissan hátt til þess að draga úr einkennum sjúklingsins. Á sama tíma getur það ekki varið okkur sem skyldi og því geta fylgt slæmar aukaverkanir eins og alvarlegar sýkingar, krabbamein og jafnvel dauði.Endurmenntun ónæmiskerfisins Okkur hefur gengið fremur illa að plata ónæmiskerfið fram að þessu, í upphafi notuðum við stera og krabbameinslyf, nú eigum við líka sértækari svokölluð líftæknilyf sem hafa komið á markað og byggja á því að breyta virkni ónæmiskerfisins. Þau hafa skilað ákveðnum árangri en við vitum ekki hvaða aukaverkanir þau kunna að hafa í för með sér til lengri tíma litið. Ljóst er að við erum að halda sjúkdómum í skefjum með misgóðum árangri en ekki að lækna þá. Vandinn liggur í okkar eigin frumum og við þurfum að finna leiðir til að kenna þeim upp á nýtt eða senda þær í endurmenntun svo þær hætti að skaða okkur. Í sumum tilvikum tekur ónæmiskerfið upp á því að hætta af sjálfu sér að ráðast á eigin vef og viðkomandi læknast án aðkomu læknavísindanna. Þekktasta dæmið er Hashimoto"s thyroiditis eða bólga í skjaldkirtli sem er tímabundin og veldur vanstarfsemi í kirtlinum. Nýlegar rannsóknir á sviði MS-sjúkdóms lofa hins vegar mjög góðu um það að mögulega sé okkur að takast að endurmennta ónæmiskerfið og breyta sjúkdómsgangi sjúklinga með slíkan sjúkdóm. Þar er um að ræða að taka hvít blóðkorn úr sjúklingi, merkja þau með þeim efnum sem líkaminn ræðst gegn og gefa sjúklingnum blóðkornin aftur. Á þennan hátt virðist líkaminn hætta að ráðast gegn þeim. Aukaverkanir voru sáralitlar og meginkosturinn er sá að ekki er verið að dempa ónæmiskerfið á sama tíma eins og við allar aðrar meðferðir sem við þekkjum í dag. Frekari rannsókna er þörf, en menn vona að þessi möguleiki geti nýst í mörgum öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og eru þegar dæmi um það í dýratilraunum. Kannski tekst okkur að lækna marga af erfiðustu sjúkdómum sem við þekkjum í dag á þennan hátt? En eins og Sun Tzu sagði: „To know your enemy, you must become your enemy.“
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun