Beint lýðræði og borgarstjóri Hildur Sverrisdóttir skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg aukið samtal við borgarbúa og fengið þeim tæki til að taka beinar ákvarðanir í nærsamfélagi sínu. Gerðar hafa verið áhugaverðar tilraunir með að borgarbúar taki þátt í ákvörðunum um hvernig peningunum þeirra er forgangsraðað, sem er gott þar sem þetta eru þeirra peningar eftir allt saman. Beint lýðræði hefur samt sínar takmarkanir. Við megum ekki gleyma að við kjósum stjórnmálamenn til að vera í vinnu fyrir okkur og axla ábyrgð á ákvörðunum. Áhersla á beint lýðræði má ekki leiða til að ábyrgðin og vinnan sé færð frá stjórnmálamönnunum yfir á íbúana. Það er verra ef þróunin verður sú að það verði sjálfsögð viðbót við foreldrahlutverkið að þegar búið er að elda hakk og spaghetti, baða og svæfa verði að leggjast yfir skýrslur um undirlag róluvalla til að passa upp á hagsmuni barnanna sinna á næsta íbúafundi. Eftir ákvörðun íbúafundarins þurfa stjórnmálamennirnir svo ekki að taka eins mikla ábyrgð á því og ella ef undirlagið klikkar og einhver meiðir sig. Eðli beins lýðræðis er líka þannig að meirihlutinn ræður alltaf. Þá er hætta á að rödd minnihlutahópa nái ekki í gegn út af hagsmunagæslu meirihlutans, hvort sem um er að ræða ákvarðanir innan hverfis eða einnar götu. Hlutverk kjörinna fulltrúa er hins vegar að passa upp á að tekið sé tillit til hagsmuna og réttinda minnihlutahópa í öllum ákvörðunum. Ég tel að þó að beint lýðræði hljómi fallega verði því að stíga varlega til jarðar og taka ekki ábyrgðina af kjörnum fulltrúum. Nær væri að þróa frekar fulltrúalýðræðið og ég hef velt upp þeirri hugmynd að nota næsta kjörtímabil til að skoða kosti þeirrar hugmyndar að kjósa borgarstjórann beinni kosningu og auka þannig áhrif borgarbúa á stjórn borgarinnar. Með því að kjósa beint um borgarstjóra yrði til skýrari tenging milli kjósenda og stjórnar borgarinnar og enginn myndi velkjast í vafa um hvar pólitíska ábyrgðin ætti heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg aukið samtal við borgarbúa og fengið þeim tæki til að taka beinar ákvarðanir í nærsamfélagi sínu. Gerðar hafa verið áhugaverðar tilraunir með að borgarbúar taki þátt í ákvörðunum um hvernig peningunum þeirra er forgangsraðað, sem er gott þar sem þetta eru þeirra peningar eftir allt saman. Beint lýðræði hefur samt sínar takmarkanir. Við megum ekki gleyma að við kjósum stjórnmálamenn til að vera í vinnu fyrir okkur og axla ábyrgð á ákvörðunum. Áhersla á beint lýðræði má ekki leiða til að ábyrgðin og vinnan sé færð frá stjórnmálamönnunum yfir á íbúana. Það er verra ef þróunin verður sú að það verði sjálfsögð viðbót við foreldrahlutverkið að þegar búið er að elda hakk og spaghetti, baða og svæfa verði að leggjast yfir skýrslur um undirlag róluvalla til að passa upp á hagsmuni barnanna sinna á næsta íbúafundi. Eftir ákvörðun íbúafundarins þurfa stjórnmálamennirnir svo ekki að taka eins mikla ábyrgð á því og ella ef undirlagið klikkar og einhver meiðir sig. Eðli beins lýðræðis er líka þannig að meirihlutinn ræður alltaf. Þá er hætta á að rödd minnihlutahópa nái ekki í gegn út af hagsmunagæslu meirihlutans, hvort sem um er að ræða ákvarðanir innan hverfis eða einnar götu. Hlutverk kjörinna fulltrúa er hins vegar að passa upp á að tekið sé tillit til hagsmuna og réttinda minnihlutahópa í öllum ákvörðunum. Ég tel að þó að beint lýðræði hljómi fallega verði því að stíga varlega til jarðar og taka ekki ábyrgðina af kjörnum fulltrúum. Nær væri að þróa frekar fulltrúalýðræðið og ég hef velt upp þeirri hugmynd að nota næsta kjörtímabil til að skoða kosti þeirrar hugmyndar að kjósa borgarstjórann beinni kosningu og auka þannig áhrif borgarbúa á stjórn borgarinnar. Með því að kjósa beint um borgarstjóra yrði til skýrari tenging milli kjósenda og stjórnar borgarinnar og enginn myndi velkjast í vafa um hvar pólitíska ábyrgðin ætti heima.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun