Mary Poppins í partýlandi Saga Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 06:00 Það eru allir svo hressir. Í blöðunum segir mér hresst fólk hvað það borðar hressandi morgunmat og í útvarpinu malar hresst fólk í endalausri útöndun um hvað það sé hresst og hvað það sé hressandi að vera hress og les hressandi fréttir í blöðunum um hvað hressa fólkið fær sér í morgunmat. Það er mjög hressandi. Ég hressist svo endanlega þegar hressa fólkið birtist mér ljóslifandi í sjónvarpinu skælbrosandi, beislitað og hresst frá toppi til táar. Það sé stuð. Það er alls staðar stuð. Þetta er partýland. Og allir eru með skemmtiatriði. Nú stendur til að skera ríflega niður til Ríkisútvarpsins og yfirvofandi uppsagnir eru óhressandi staðreynd. Hressa fólkið getur þó prísað sig sælt yfir eigin hressleika því meira að segja þegar engir peningar virðast vera til má alltaf borga hressu fólk fyrir að vera hresst og gefa öðru hressu fólki milljónir og spjalla við það á hressu nótunum – löngu áður en tímabært er að vera hress, á sunnudögum. Það sem hins vegar gerir skemmtiatriði skemmtileg er það sama og bjargar jólunum frá því að vera mjög pirrandi - þau eru tilbrigði. Tilbrigði eru skemmtileg. Það sem er fágætt er dýrmætt og það óvanalega er aðlaðandi. Surtsey er dýrmæt af því að þar er enginn, Geirfinnur er spennandi því hann er týndur og Sinfóníuhljómsveit Íslands er meira ómissandi en Frostrósir þó færri mæti og enginn sé í pallíettudragt. Og í heimi hins gengdarlausa hressleika eru leiðindi jólin. Á laugardaginn hlaut Jórunn Sigurðardóttir íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi menningaumfjöllun á blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku. Við það tækifæri minnti hún á að almannaútvarp getur aldrei verið fyrirtæki heldur er það alltaf stofnun í samfélaginu. Ríkisútvarpið er í þeirri frábæru aðstöðu að þurfa ekki eingöngu að binda sig við auglýsingavæna stuðþætti sem sáldra fríkeypis bíómiðum á hressa hlustendur sína heldur hefur það dýrmætt svigrúm til að búa til vandaða alvarlega þætti sem fáir sjá og heyra. RÚV hefur með öðrum orðum leyfi og meira að segja skyldu til að vera óhresst. Því jafnvel þótt Mary Poppins mæli með matskeið af sykri með meðalinu er ég nokkuð viss um að engin heilbrigð barnfóstra eða læknir með einhverja vottaða háskólagráðu mæli með sykri í allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Það eru allir svo hressir. Í blöðunum segir mér hresst fólk hvað það borðar hressandi morgunmat og í útvarpinu malar hresst fólk í endalausri útöndun um hvað það sé hresst og hvað það sé hressandi að vera hress og les hressandi fréttir í blöðunum um hvað hressa fólkið fær sér í morgunmat. Það er mjög hressandi. Ég hressist svo endanlega þegar hressa fólkið birtist mér ljóslifandi í sjónvarpinu skælbrosandi, beislitað og hresst frá toppi til táar. Það sé stuð. Það er alls staðar stuð. Þetta er partýland. Og allir eru með skemmtiatriði. Nú stendur til að skera ríflega niður til Ríkisútvarpsins og yfirvofandi uppsagnir eru óhressandi staðreynd. Hressa fólkið getur þó prísað sig sælt yfir eigin hressleika því meira að segja þegar engir peningar virðast vera til má alltaf borga hressu fólk fyrir að vera hresst og gefa öðru hressu fólki milljónir og spjalla við það á hressu nótunum – löngu áður en tímabært er að vera hress, á sunnudögum. Það sem hins vegar gerir skemmtiatriði skemmtileg er það sama og bjargar jólunum frá því að vera mjög pirrandi - þau eru tilbrigði. Tilbrigði eru skemmtileg. Það sem er fágætt er dýrmætt og það óvanalega er aðlaðandi. Surtsey er dýrmæt af því að þar er enginn, Geirfinnur er spennandi því hann er týndur og Sinfóníuhljómsveit Íslands er meira ómissandi en Frostrósir þó færri mæti og enginn sé í pallíettudragt. Og í heimi hins gengdarlausa hressleika eru leiðindi jólin. Á laugardaginn hlaut Jórunn Sigurðardóttir íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi menningaumfjöllun á blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku. Við það tækifæri minnti hún á að almannaútvarp getur aldrei verið fyrirtæki heldur er það alltaf stofnun í samfélaginu. Ríkisútvarpið er í þeirri frábæru aðstöðu að þurfa ekki eingöngu að binda sig við auglýsingavæna stuðþætti sem sáldra fríkeypis bíómiðum á hressa hlustendur sína heldur hefur það dýrmætt svigrúm til að búa til vandaða alvarlega þætti sem fáir sjá og heyra. RÚV hefur með öðrum orðum leyfi og meira að segja skyldu til að vera óhresst. Því jafnvel þótt Mary Poppins mæli með matskeið af sykri með meðalinu er ég nokkuð viss um að engin heilbrigð barnfóstra eða læknir með einhverja vottaða háskólagráðu mæli með sykri í allt.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun