Fólk vill fá svör um skuldaniðurfellingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson segja aðgerðir koma til framkvæmda á miðju næsta ári. Tímasetning fyrir umsóknir hefur ekki verið gefin upp. Mynd/Daníel Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“ Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Skilorð fyrir ofbeldi og grófar hótanir: „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Skilorð fyrir ofbeldi og grófar hótanir: „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira