Fjölmiðlar verða að endurspegla samfélagið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. desember 2013 07:00 Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember sl. hófst formlega fjögurra ára verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem snýst um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á því að Creditinfo tók saman tölur fyrir FKA þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá 1. febrúar 2009- 30. ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Konur eru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Það sem verra er að sýnileiki kvenna hefir ekki breyst mikið frá 2005 samkvæmt sambærilegri könnun sem þá var gerð en þá mældust konur 24% viðmælenda. Þetta eru 8 ár og þróunin er sama og engin. Það er greinilegt að kominn er tími til að taka saman höndum og leggja áherslu á að fjölmiðlar endurspegli samfélagið. En hverjir eru það sem verða að taka verkefnið til sín? Það eru: 1. Stjórnendur fjölmiðla. Konur hafa ekki í jöfnu hlutfalli við karlmenn komist í stjórnunarstörf í fjölmiðlum eða haldist í þeim. Hvað veldur getur verið margt og það þarf að skoða, greina og taka þarf á því. Það er alþekkt að ósýnilegar hindranir standa í veginum. Þessu verða stjórnendur fjölmiðla að breyta því mikið er í húfi fyrir samfélagið. Til eru mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafa breytt fyrirtækjamenningu með fjölbreytileika og jöfn tækifæri kynjanna að leiðarljósi. Gott dæmi um það er ráðgjafarfyrirtækið Deloitte sem kynnt var í Frjálsri verslun 5. tbl. 2012. Áhersla á að fjölga konum og að halda þeim lengur varð til þess að allsherjarbreytingar voru innleiddar sem skiluðu sér í mælanlegum mun á alþjóðavísu. 2. Fjölmiðlafólk þarf að eiga verkefnið líka. Í erli dagsins þar sem allt á að gerast á svipstundu getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans og hafa samband við nýja viðmælendur. FKA hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá fjölmiðlafólki sem vill breyta verklaginu. Til að koma til móts við þörfina á kvenkyns viðmælendum hefur FKA nú búið til kerfi inni á www.FKA.is þar sem eru 300 konur sem nú þegar segja já við fjölmiðla. Tengslanet er lykilorðið í þessu samhengi og þar munu FKA og fjölmiðlar vinna saman. 3. Konur munu einnig taka verkefnið til sín. Orðræðan hefur lengi verið sú að erfitt hafi verið að fá konur til viðtals eða til þess að tjá sig um málefni. FKA hefur unnið að því að breyta þessu undanfarin ár, en betur má ef duga skal. FKA mun standa fyrir fundum, námskeiðum og öðrum viðburðum sem vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að verða sýnilegar og koma sér á framfæri. Áhrif fjölmiðla eru mikil á allt samfélagið og ábyrgð þeirra einnig. FKA mun vinna að því í samstarfi við fjölmiðla að á næstu 4 árum breytist sú ásýnd sem birtist okkur í dag í tölum Creditinfo. Meðal þess sem FKA mun gera er að fylgja eftir árlegum mælingum og fleira. Áhugi og vilji til verka er samt lykilþáttur í að koma samfélagslegum breytingum af stað. Við FKA-konur erum klárar í slaginn.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun