70 prósent minni hæfileikar? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 28. desember 2013 07:00 Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2009 stóð Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) að því ásamt Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og CreditInfo að skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára um að nauðsynlegt væri að auka hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs enda yrði íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls.Margir lögðu hönd á plóg Á þessum fjórum árum átti að hvetja til þess og leggja á það ríka áherslu að konum í íslensku viðskiptalífi yrði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns væri ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Nú eru þessi fjögur ár liðin og allir þessir aðilar stóðu saman að umræðu, greinaskrifum og ráðstefnum um málefnið. Margt hefur breyst á þessum árum og margir lögðu hönd á plóg, en það sem breyttist ekki var hlutfall kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.Misjafnar skoðanir Vorið 2010 voru samþykkt á þingi lög sem gera meðal annars ráð fyrir því að í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall hvors kyns í stjórninni vera að minnsta kosti 40 prósent í lok árs 2013. Mjög misjafnar skoðanir hafa verið um lagasetningu á kynjakvóta en segja verður að ekki breyttist mikið þessi fjögur ár annað en að málefnið komst á dagskrá.Gamlar goðsagnir eiga ekki lengur við Kynjakvótinn virðist vera sá þrýstingur sem nauðsynlegur er til að koma þessari samfélagslegu breytingu á skrið. Nú stöndum við á tímamótum, nýju lögin hafa tekið gildi og nýir tímar eru fram undan. Ekki verður sagt að konur hafi neitt minni hæfileika og klárlega hafa þær ekki 70 prósent minni hæfileika en karlmenn í viðskiptum eins og tölfræðin hefur verið í stjórnun íslensks atvinnulífs. Ljóst er að þær hafa bæði menntun og reynslu til að bera. Gamlar goðsagnir um hæfileika eiga því ekki lengur við.Fjölmiðlar spegill samfélagsins Á þessum tímamótum hefur FKA ákveðið að leiða nýtt fjögurra ára verkefni sem snýr að ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Staðan er 30/70 í ljósvakamiðlum samkvæmt tölum sem CreditInfo tók saman fyrir FKA. Þann 5. nóvember síðastliðinn hófst verkefnið formlega og mun það verða unnið í samstarfi við fjölmiðla, CreditInfo og háskólasamfélagið. Áhrif og ábyrgð fjölmiðla eru mikil og verða þeir að endurspegla lífið í landinu og samfélagið í heild. Til að svo verði þarf átak, áhuga og vilja til verka. FKA-konur hafa tekið kyndilinn og stíga nú fram sem leiðandi afl í þessum samfélagslegu breytingum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun