Langaði ekkert til að drekka og djamma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2013 13:45 Gylfi Þór er uppalinn hjá FH en skipti á táningsaldri yfir í Breiðablik þar sem aðstaða til æfinga yfir vetrartímann var betri. Fréttablaðið/Arnþór Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna á laugardaginn. Yfirburðir landsliðsmannsins í kjörinu voru nokkuð miklir. Hann hlaut 446 stig af 500 mögulegum. Í öðru sæti var hin fótfráa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta, í þriðja sæti. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og lok síðasta tímabils og upphaf þessa hjá mér,“ sagði Gylfi sem átti ekki heimangengt á kjörið þar sem lið hans Tottenham átti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í viðtali við Ólaf sem sýnt var á kjörinu sagði hann bróður sinn alltaf hafa verið einbeittan í sambandi við markmið sín. Hann hafi aldrei verið mikið fyrir skemmtanalífið, aldrei snert áfengi og alls ekki reykt. „Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli,“ sagði Gylfi aðspurður um áhrif þess að lifa heilsusamlegu líferni. Það hafi aldrei annað komið til greina af hans hálfu. „Það er ekki þannig að ég hafi neitað mér um að drekka og djamma. Mig langaði bara eiginlega ekkert til þess. Því tók ég þá ákvörðun og ég held að það hafi hjálpað mér bæði sem leikmanni og einstaklingi að geta staðið gegn hópþrýstingi,“ segir Gylfi. Hann telur lífsstíl sinn mögulega hafa eitthvað með það að gera hve heppinn hann hefur verið þegar meiðsli séu annars vegar. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina, 7-9-13, hvort sem það er genunum eða áfengisleysinu að þakka.“ Miðjumaðurinn virðist afar einbeittur í markmiðum sínum. Auk heilbrigðs lífsstíls æfir hann afar mikið og er sagður sá fyrsti á æfingar og sá síðasti til að fara heim. Hann getur þó nefnt einn veikleika til sögunnar, aðspurður. „Það er kannski ekki veikleiki en ég er mjög harður við sjálfan mig. Ég fagna til dæmis verðlaunum sem þessum ekki nógu mikið. Mig langar að bæta mig og horfi alltaf fram á veginn frekar en að staldra við.“ Gylfi segir vel hægt að toppa árið sem nú er að líða. Hann vilji skora fleiri mörk fyrir Tottenham og ný undankeppni sé handan við hornið hjá landsliðinu. Hafnfirðingurinn var í aðalhlutverki með landsliðinu sem náði sögulegum árangri á árinu og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu næsta sumar. Gylfi hefur mikla trú á að liðið muni komast á stórmót. Hann hafi frá unga aldri þurft að rífast um það við félaga sína sem voru ekki jafn sannfærðir. „Við höfum átt nokkrar samræður þar sem þeir fullyrða að Íslandi muni aldrei takast að komast á HM eða EM. Ég hef alltaf átt svör við því,“ segir Gylfi. Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna á laugardaginn. Yfirburðir landsliðsmannsins í kjörinu voru nokkuð miklir. Hann hlaut 446 stig af 500 mögulegum. Í öðru sæti var hin fótfráa Aníta Hinriksdóttir úr ÍR með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði karlalandsliðsins í handbolta, í þriðja sæti. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og lok síðasta tímabils og upphaf þessa hjá mér,“ sagði Gylfi sem átti ekki heimangengt á kjörið þar sem lið hans Tottenham átti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Í viðtali við Ólaf sem sýnt var á kjörinu sagði hann bróður sinn alltaf hafa verið einbeittan í sambandi við markmið sín. Hann hafi aldrei verið mikið fyrir skemmtanalífið, aldrei snert áfengi og alls ekki reykt. „Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli,“ sagði Gylfi aðspurður um áhrif þess að lifa heilsusamlegu líferni. Það hafi aldrei annað komið til greina af hans hálfu. „Það er ekki þannig að ég hafi neitað mér um að drekka og djamma. Mig langaði bara eiginlega ekkert til þess. Því tók ég þá ákvörðun og ég held að það hafi hjálpað mér bæði sem leikmanni og einstaklingi að geta staðið gegn hópþrýstingi,“ segir Gylfi. Hann telur lífsstíl sinn mögulega hafa eitthvað með það að gera hve heppinn hann hefur verið þegar meiðsli séu annars vegar. „Ég hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina, 7-9-13, hvort sem það er genunum eða áfengisleysinu að þakka.“ Miðjumaðurinn virðist afar einbeittur í markmiðum sínum. Auk heilbrigðs lífsstíls æfir hann afar mikið og er sagður sá fyrsti á æfingar og sá síðasti til að fara heim. Hann getur þó nefnt einn veikleika til sögunnar, aðspurður. „Það er kannski ekki veikleiki en ég er mjög harður við sjálfan mig. Ég fagna til dæmis verðlaunum sem þessum ekki nógu mikið. Mig langar að bæta mig og horfi alltaf fram á veginn frekar en að staldra við.“ Gylfi segir vel hægt að toppa árið sem nú er að líða. Hann vilji skora fleiri mörk fyrir Tottenham og ný undankeppni sé handan við hornið hjá landsliðinu. Hafnfirðingurinn var í aðalhlutverki með landsliðinu sem náði sögulegum árangri á árinu og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM í Brasilíu næsta sumar. Gylfi hefur mikla trú á að liðið muni komast á stórmót. Hann hafi frá unga aldri þurft að rífast um það við félaga sína sem voru ekki jafn sannfærðir. „Við höfum átt nokkrar samræður þar sem þeir fullyrða að Íslandi muni aldrei takast að komast á HM eða EM. Ég hef alltaf átt svör við því,“ segir Gylfi.
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira