Hardy hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í deildinni en hún er bæði stiga- og frákastahæst. Hún hefur skorað rúm 30 stig og tekið rúm 20 fráköst að meðaltali í leik. Þá er hún í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar eða 5,87 að meðaltali í leik.
Haukar eru í öðru sæti deildarinnar með 20 stig, rétt eins og Keflavík, en Snæfell er á toppnum með 24 stig. Keflavík og Snæfell eiga tvo leikmenn hvort í úrvalsliðinu og Keflvíkingar besta þjálfarann.
Elvar Már hefur einnig farið á kostum í vetur en hann er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar og með flest stig allra Íslendinga eða tæplega 25 að meðaltali í leik. Hann er svo í þriðja sæti stoðsendingalistans með 7,18 að meðaltali í leik.
Njarðvík er í fjórða sæti Domino's-deildar karla með fjórtán stig en KR trónir á toppnum með fullt hús stiga. KR-ingar áttu tvo fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðarinnar sem og besta þjálfarann.
Úrvalslið kvenna:
Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæfelli
Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík
Lele Hardy, Haukum
Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli
Besti þjálfarinn: Andy Johnston, Keflavík
Dugnaðarforkuinn: Marín Laufey Davíðsdóttir, Hamri
Úrvalslið karla:
Ragnar Nathanelsson, Þór Þ
Pavel Ermolinskij, KR
Michael Craion, Keflavík
Martin Hermannsson, KR
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík
Besti þjálfarinn: Finnur Freyr Stefánsson, KR
Dugnaðarforkurinn: Darri Hilmarsson, KR
Besti dómarinn: Sigmundur Már Herbertsson


