Innlent

Ostaflutningar töfðu sjúkraflug

Þessar myndir voru teknar úr flugvél Mýflugs og sýnir osta sem flytja átti fyrir Bónus.
Þessar myndir voru teknar úr flugvél Mýflugs og sýnir osta sem flytja átti fyrir Bónus.
Sjúklingur er sagður hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilsstöðum eftir sjúkraflugi á vegum Mýflugs en flugvélin tafðist þar sem verið var að flytja hálft tonn af osti fyrir Bónus. Þetta kemur fram í tölvupósti sem maður sem starfaði við sjúkraflug sendi árið 2006.

„500 kíló af osti fyrir Bónus og tveir farþegar fyrir flugstjórann. Alltaf gott að vera á sérútbúinni sjúkraflugvél. Sérstaklega fyrir sjúklinginn frá Kárahnjúkum sem beið í klukkustund á Egilsstöðum meðan sérútbúna ostaflugið stóð yfir. Það var ekki bara tankað á Akureyri heldur hvarf flugstjórinn lengi að útbúa „flugplan“. Man ekki tímann, ef til vill 40-60 mínútur.“ Úr tölvupósti eftir sjúkraflug á árinu 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×