Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir við enska fjölmiðla að félagið hefði skoðað þann möguleika að kaupa sóknarmanninn Robert Lewandowski frá Dortmund.
Lewandowski skrifaði um helgina við fimm ára samning við Bayern og gengur formlega til liðs við þýsku meistarana að tímabilinu loknu.
„Já, við skoðuðum Lewandowski en allir vita að hann samdi við Bayern fyrir einu og hálfu ári síðan. Þeir gátu bara gert það opinbert nú um helgina vegna þess að hann er að klára samninginn sinn í vor,“ sagði Wenger.
„Við erum að skoða markaðinn eins og allir aðrir en það er erfitt að kaupa stóra leikmenn nema að félagið sé í fjárhagsvandræðum. En eins og ég hef margoft sagt þá útilokum við ekki neitt,“ bætti hann við.
Hann neitaði því einnig að Arsenal myndi kaupa Króatann Mario Mandzukic frá Bayern nú í janúar. „Lewandowski verður hjá Dortmund til loka tímabilsins og Bayern mun því ekki selja Mandzukic núna.“
Wenger reyndi að fá Lewandowski
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti








Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt
Íslenski boltinn