NFL: Kaepernick vann í kuldanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2014 09:29 Mynd/AP Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira