Indianapolis Colts og New Orleans Saints sigruðu leiki sína í Wildcard umferðinni í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Sigur Saints var fyrsti sigur liðsins á útivelli í sögunni í úrslitakeppninni.
Indianapolis lenti í miklum vandræðum með Kansas City Chiefs á heimavelli en náðu að kreista fram eins stigs sigur á lokamínútum leiksins. Leikmenn Chiefs náðu mest 28 stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en með Andrew Luck í fararbroddi náðu Colts að snúa taflinu við skömmu fyrir lok leiksins.
Mikið hafði verið rætt um New Orleans Saints og árangur þeirra á útivelli fyrir leik liðsins gegn Philadelphia Eagles. Dýrlingarnir hinsvegar þögguðu niður allar slíkar gangrýnisraddir snemma í leiknum og leiddu bróðurpart leiksins. Heimamenn í Philadelphia náðu eins stiga forskoti þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Shayne Graham svaraði með vallarmarki þegar leiktíminn rann út og tryggði New Orleans sigurinn.
Í kvöld mætast Cincinnati Bengals og San Diego Chargers í Cincinnati og þá tekur Green Bay Packers á móti San Fransisco 49ers í leik sem mun líklegast fara fram í metfrosti.
Úrslit:
Indianapolis Colts 45-44 Kansas City Chiefs
Philadelphia Eagles 24-26 New Orleans Saints
NFL: Dýrlingarnir sigruðu á dramatískan hátt
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn


„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

