Snæfell mun mæta til leiks í Dominos-deild karla á nýju ári með nýjan Bandaríkjamann. Vance Cooksey hefur verið sendur heim.
"Hann þótti ekki falla inn í aðstæður félagsins og náði ekki nægilega vel til liðsmanna félagsins. Félagið þarf nýtt blóð og stendur leit yfir að arftaka Cooksey. Það mun skýrast á næstu dögum hver verður hinn nýji erlendi leikmaður Snæfells," segir í yfirlýsingu frá Snæfelli.
Næst verður leikið í deildinni þann 9. janúar næstkomandi.
