Þrátt fyrir að uppselt hafi verið á síðustu 300 leiki Green Bay Packers var ekki enn búið að selja alla miðana á mikilvægasta leik tímabilsins til þessa.
Green Bay mætir San Francisco 49ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina í NFL-deildinni. Green Bay hefur spilað 319 heimaleiki í röð fyrir troðfullum velli á Lambeau Field en í gær voru enn 7500 miðar óseldir.
Ef til vill hafa heimamenn litla trú á sínum mönnum sem rétt svo skreið inn í úrslitakeppnina þetta árið en leikstjórnandinn Aaron Rodgers var lengi frá vegna meiðsla. Hann sneri þó aftur um síðustu helgi og tryggði sínum mönnum nauman sigur á Chicago Bears á lokamínútum leiksins.
Samkvæmt reglum NFL-deildarinnar verður að vera uppselt á leiki minnst 72 klukkustundum fyrirfram til þess að það megi sýna þá í sjónvarpi í viðkomandi borg. Það gæti því farið svo að leikurinn verði ekki sýndur í Green Bay.
Tvö önnur lið eru í sömu stöðu fyrir sína leiki um helgina en þá fara alls fjórir leikir fram í úrslitakeppninni. Indianapolis Colts, sem fékk lengri frest til að selja sína miða, og Cincinnati Bengals hafa ekki selt alla sína miða en það kemur í ljós síðar í dag hvort að það takist áður en fresturinn rennur út.
Leikir helgarinnar:
Laugardagur 4. janúar:
21.35: Indianapolis Colts - Kansas City Chiefs
00.10: Philadelphia Eagles - New Orleans Saints
Sunnudagur 5. janúar:
18.05: Cincinnati Bengals - San Diego Chargers
21.40: Green Bay Pakcers - San Francisco 49ers
Enn ekki uppselt hjá Packers
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Ég trúi þessu varla“
Sport



Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn

United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn
