Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2014 07:00 Tom Brady og Peyton Manning. Vísir/Getty Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram.Super Bowl fer fram í New York eftir tvær vikur en leikurinn fer fram á Metlife-Stadium, heimavelli New York-liðanna Giants og Jets. NFL skiptist í tvær deildir, Þjóðardeildina (NFC) og Ameríkudeildina (AFC). 32 lið eru í NFL - sextán í hvorri deild. Tólf komust áfram í úrslitakeppnina sem hófst fyrir tveimur vikum síðan og nú standa fjögur lið eftir. Það verður því spilað til úrslita í deildunum tveimur í kvöld. Í Ameríkudeildinni eigast við New England Patriots og Denver Broncos (klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport) en í Þjóðardeildinni lið Seattle Seahawks og San Francisco 49ers (klukkan 23.30 á Stöð 2 Sport).Wes Welker þekkir vel til bæði Manning og Brady.Vísir/APBrady gegn Manning Í fyrri viðureign dagsins eigast við tveir af bestu leikstjórnendunum í sögu NFL-deildarinnar. Það eru þeir Peyton Manning (Denver) og Tom Brady (New England). Manning, sem er 37 ára gamall, hefur aldrei spilað betur en í vetur en hann hefur slegið flest met sem leikstjórnandi getur sett í NFL - og mörg þeirra voru áður í eigu Brady. Manning gaf 55 snertimarkssendingar þetta tímabilið, þar af sjö í einum og sama leiknum en aðeins sex aðrir leikmenn hafa afrekað það frá upphafi. Hann gaf boltann alls 5477 jarda í sextán leikjum Broncos í deildakeppninni í vetur en það er einnig met. Þegar rýnt er í tölfræðina er augljóst að Brady hefur oft spilað betur en á þessu tímabili. Hins vegar eru margir á því máli að tímabilið sé eitt hið besta á ferli Brady þar sem honum hefur tekist að koma vængbrotnu og stórbreyttu sóknarliði Patriots alla þessa leið. Brady hefur þar að auki unnið Manning í tíu leikjum af þeim fjórtán þar sem þeir hafa mæst, þar af tveimur af þremur leikjum þeirra í úrslitakeppninni. Flestir leikja þeirra voru þegar Manning lék með Indianapolis Colts en hann færði sig yfir til Denver fyrir tveimur árum síðan. Patriots vann þar að auki viðureign þessara liða fyrr í vetur, 34-31, í framlengdum leik. Broncos virtist hafa klárað leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 24-0 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Brady gafst þó ekki upp á sá fyrir ótrúlegri endurkomu Patriots í síðari hálfleiknum. Þrátt fyrir allt þetta er Denver talið sigurstranglegra í leiknum enda talsvert betur mannað í flestum stöðum á vellinum, sérstaklega í sókninni. Denver náði besta árangri allra liða í Ameríkudeildinni en liðið hefur unnið fjórtán leiki í ár en tapað þremur. Það verður einnig athyglisvert að fylgjast með Wes Welker, útherja Broncos í leiknum í kvöld. Hann kom til Broncos frá Patriots fyrir þetta tímabil og náði einstaklega vel saman við Brady þegar þeir voru samherjar. Hvorki Patriots né Broncos eru með bestu varnarliðin í NFL þetta árið og því reikna flestir með flugeldasýningu í kvöld. Leikurinn fer fram í Denver og gæti það reynst afdrifaríkt en heimaliðið hefur ávallt borið sigur úr býtum í þeim þremur viðureignum sem Manning og Brady hafa leikið í úrslitakeppninni.Seattle er með frábæra varnarmenn í sínum röðum.Vísir/GettySprengjusveitin í Seattle Ólíkt fyrri viðureign kvöldsins er búist við því að leikur Seattle Seahawks og San Francisco 49ers verði slagur tveggja öflugra varnarliða. Seahawks náði besta árangri allra liða í Þjóðardeildinni í vetur og fá því að spila á sínum ógnarsterka heimavelli þar sem hinir háværu stuðningsmenn liðsins, betur þekktir sem Tólfti maðurinn, hafa komist í Guiness-heimsmetabókina fyrir lætin sem þeir hafa framkallað á leikjum liðsins. 49ers er þó líklega eitt heitasta lið deildarinnar þessa dagana en eftir misjafna byrjun hefur liðið komist á mikið skrið og unnið síðustu átta leiki sína. 49ers komst í Super Bowl í fyrra en tapaði þá fyrir Baltimore Ravens. Colin Kaepernick, hinn ungi leikstjórnandi liðsins, vill vitaskuld fá annað tækifæri til að vinna titilinn nú. Hann þarf þó fyrst að komast í gegnum ógnarsterka vörn Seahawks-liðsins. Sérstaklega öflug er aftari varnarlína liðsins - sem sérhæfir sig í því að komast inn í sendingar leikstjórnandans - en hún gengur undir viðurnefninu Sprengjusveitin (e. Legion of Boom). Bæði lið spila í sama riðli - vesturriðli Þjóðardeildarinnar - og spila því tvívegis hvert tímabil. Síðustu tvö árin hefur heimaliðið ávallt borið sigur úr býtum í leikjum þessara liða en sigrar Seahawks hafa verið sérstaklega sannfærandi síðustu tvö árin - liðið vann leikina samanlagt 71-16. Seahawks hefur þar að auki unnið síðustu sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Kaepernick hefur spilað vel í síðustu leikjum en hann er aðeins á sínu öðru tímabili sem aðalleikstjórandi síns liðs. Þrátt fyrir það hefur hann spilað fjóra leiki í úrslitakeppni með 49ers og aðeins tapað einum þeirra - í Super Bowl í fyrra. Hann hefur farið með liðið á tvo sterka útivelli í úrslitakeppninni í ár - gegn Green Bay Packers og Carolina Panthers - og unnið þá báða. Hann er því til alls líklegur í kvöld. Leikstjórnandi Seahawks er einnig ungur og á framtíðina sannarlega fyrir sér, rétt eins og Kaepernick. Sá heitir Russel Wilson og er talinn útsjónarsamur og klókur leikmaður. Hann hefur þó haft hægt um sig í síðustu leikjum liðsins en hann hefur áður sýnt að hann hafi það sem til þurfi í leikjum sem þessum. Leikurinn í kvöld mun þó ekki einkennast af baráttu leikstjórnendanna, líkt og í hinni viðureign kvöldsins. Þar er margt annað sem kemur til og ekki síst frammistaða hlauparanna Frank Gore hjá 49ers og Marshawn Lynch hjá Seahawks. Báðir eru í hópi bestu leikmanna deildarinnar í sinni stöðu og mun mæða mikið á þeim í kvöld. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram.Super Bowl fer fram í New York eftir tvær vikur en leikurinn fer fram á Metlife-Stadium, heimavelli New York-liðanna Giants og Jets. NFL skiptist í tvær deildir, Þjóðardeildina (NFC) og Ameríkudeildina (AFC). 32 lið eru í NFL - sextán í hvorri deild. Tólf komust áfram í úrslitakeppnina sem hófst fyrir tveimur vikum síðan og nú standa fjögur lið eftir. Það verður því spilað til úrslita í deildunum tveimur í kvöld. Í Ameríkudeildinni eigast við New England Patriots og Denver Broncos (klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport) en í Þjóðardeildinni lið Seattle Seahawks og San Francisco 49ers (klukkan 23.30 á Stöð 2 Sport).Wes Welker þekkir vel til bæði Manning og Brady.Vísir/APBrady gegn Manning Í fyrri viðureign dagsins eigast við tveir af bestu leikstjórnendunum í sögu NFL-deildarinnar. Það eru þeir Peyton Manning (Denver) og Tom Brady (New England). Manning, sem er 37 ára gamall, hefur aldrei spilað betur en í vetur en hann hefur slegið flest met sem leikstjórnandi getur sett í NFL - og mörg þeirra voru áður í eigu Brady. Manning gaf 55 snertimarkssendingar þetta tímabilið, þar af sjö í einum og sama leiknum en aðeins sex aðrir leikmenn hafa afrekað það frá upphafi. Hann gaf boltann alls 5477 jarda í sextán leikjum Broncos í deildakeppninni í vetur en það er einnig met. Þegar rýnt er í tölfræðina er augljóst að Brady hefur oft spilað betur en á þessu tímabili. Hins vegar eru margir á því máli að tímabilið sé eitt hið besta á ferli Brady þar sem honum hefur tekist að koma vængbrotnu og stórbreyttu sóknarliði Patriots alla þessa leið. Brady hefur þar að auki unnið Manning í tíu leikjum af þeim fjórtán þar sem þeir hafa mæst, þar af tveimur af þremur leikjum þeirra í úrslitakeppninni. Flestir leikja þeirra voru þegar Manning lék með Indianapolis Colts en hann færði sig yfir til Denver fyrir tveimur árum síðan. Patriots vann þar að auki viðureign þessara liða fyrr í vetur, 34-31, í framlengdum leik. Broncos virtist hafa klárað leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 24-0 þegar leikmenn gengu til búningsklefa. Brady gafst þó ekki upp á sá fyrir ótrúlegri endurkomu Patriots í síðari hálfleiknum. Þrátt fyrir allt þetta er Denver talið sigurstranglegra í leiknum enda talsvert betur mannað í flestum stöðum á vellinum, sérstaklega í sókninni. Denver náði besta árangri allra liða í Ameríkudeildinni en liðið hefur unnið fjórtán leiki í ár en tapað þremur. Það verður einnig athyglisvert að fylgjast með Wes Welker, útherja Broncos í leiknum í kvöld. Hann kom til Broncos frá Patriots fyrir þetta tímabil og náði einstaklega vel saman við Brady þegar þeir voru samherjar. Hvorki Patriots né Broncos eru með bestu varnarliðin í NFL þetta árið og því reikna flestir með flugeldasýningu í kvöld. Leikurinn fer fram í Denver og gæti það reynst afdrifaríkt en heimaliðið hefur ávallt borið sigur úr býtum í þeim þremur viðureignum sem Manning og Brady hafa leikið í úrslitakeppninni.Seattle er með frábæra varnarmenn í sínum röðum.Vísir/GettySprengjusveitin í Seattle Ólíkt fyrri viðureign kvöldsins er búist við því að leikur Seattle Seahawks og San Francisco 49ers verði slagur tveggja öflugra varnarliða. Seahawks náði besta árangri allra liða í Þjóðardeildinni í vetur og fá því að spila á sínum ógnarsterka heimavelli þar sem hinir háværu stuðningsmenn liðsins, betur þekktir sem Tólfti maðurinn, hafa komist í Guiness-heimsmetabókina fyrir lætin sem þeir hafa framkallað á leikjum liðsins. 49ers er þó líklega eitt heitasta lið deildarinnar þessa dagana en eftir misjafna byrjun hefur liðið komist á mikið skrið og unnið síðustu átta leiki sína. 49ers komst í Super Bowl í fyrra en tapaði þá fyrir Baltimore Ravens. Colin Kaepernick, hinn ungi leikstjórnandi liðsins, vill vitaskuld fá annað tækifæri til að vinna titilinn nú. Hann þarf þó fyrst að komast í gegnum ógnarsterka vörn Seahawks-liðsins. Sérstaklega öflug er aftari varnarlína liðsins - sem sérhæfir sig í því að komast inn í sendingar leikstjórnandans - en hún gengur undir viðurnefninu Sprengjusveitin (e. Legion of Boom). Bæði lið spila í sama riðli - vesturriðli Þjóðardeildarinnar - og spila því tvívegis hvert tímabil. Síðustu tvö árin hefur heimaliðið ávallt borið sigur úr býtum í leikjum þessara liða en sigrar Seahawks hafa verið sérstaklega sannfærandi síðustu tvö árin - liðið vann leikina samanlagt 71-16. Seahawks hefur þar að auki unnið síðustu sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Kaepernick hefur spilað vel í síðustu leikjum en hann er aðeins á sínu öðru tímabili sem aðalleikstjórandi síns liðs. Þrátt fyrir það hefur hann spilað fjóra leiki í úrslitakeppni með 49ers og aðeins tapað einum þeirra - í Super Bowl í fyrra. Hann hefur farið með liðið á tvo sterka útivelli í úrslitakeppninni í ár - gegn Green Bay Packers og Carolina Panthers - og unnið þá báða. Hann er því til alls líklegur í kvöld. Leikstjórnandi Seahawks er einnig ungur og á framtíðina sannarlega fyrir sér, rétt eins og Kaepernick. Sá heitir Russel Wilson og er talinn útsjónarsamur og klókur leikmaður. Hann hefur þó haft hægt um sig í síðustu leikjum liðsins en hann hefur áður sýnt að hann hafi það sem til þurfi í leikjum sem þessum. Leikurinn í kvöld mun þó ekki einkennast af baráttu leikstjórnendanna, líkt og í hinni viðureign kvöldsins. Þar er margt annað sem kemur til og ekki síst frammistaða hlauparanna Frank Gore hjá 49ers og Marshawn Lynch hjá Seahawks. Báðir eru í hópi bestu leikmanna deildarinnar í sinni stöðu og mun mæða mikið á þeim í kvöld.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Sjá meira