KR-ingar byrja nýja árið ekki eins vel í karlakörfunni og þeir enduðu það gamla. KR-liðið vann ellefu fyrstu deildarleiki tímabilsins en tapaði fyrsta leik nýja ársins á heimavelli á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014 og lenti síðan í miklu basli með ÍR-inga í Seljaskólanum í kvöld.
KR vann leikinn á endanum með tveimur stigum, 85-83, og náðu með því tveggja stiga forskoti á Keflavíkurliðið sem spilar ekki fyrr en á morgun.
Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur með 17 stig en þeir Martin Hermannsson og Terry Leake Jr., fyrrum ÍR-ingur, voru með sextán stig hvor. Ólafur Már Ægisson og Magni Hafsteinsson skoruðu báðir 11 stig.
ÍR-ngar voru tíu stigum yfir, 39-29, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks en KR vann lokakafla hálfleiksins 14-3 og var einu stigi yfir í hálfleik, 43-42.
KR-ingar voru með frumkvæðið í seinni hálfleiknum en tókst ekki að hrista af sér baráttuglatt ÍR-lið sem er mun sterkara lið með Nigel Moore innanborðs. Moore fékk þó tækifæri til að tryggja ÍR sigur í lokin en skot hans geigaði.
Moore var með 11 stig og 13 fráköst í kvöld en bestu leikmenn ÍR-liðsins voru hinsvegar þeir Sveinbjörn Claessen (23 stig) og Hjalti Friðriksson (21 stig).
ÍR-KR 83-85 (24-21, 18-22, 21-21, 20-21)
ÍR: Sveinbjörn Claessen 23, Hjalti Friðriksson 21, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/6 fráköst, Nigel Moore 11/13 fráköst, Daníel Freyr Friðriksson 6, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5, Ragnar Örn Bragason 4/4 fráköst..
KR: Brynjar Þór Björnsson 17/6 fráköst, Martin Hermannsson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Terry Leake Jr. 16, Ólafur Már Ægisson 11/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 11, Darri Hilmarsson 9/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 5/14 fráköst/6 stoðsendingar.
KR-ingar í miklum vandræðum í Seljaskóla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn



Fleiri fréttir
