Dökkar hliðar Super Bowl leiksins í New Jersey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2014 20:59 Myndin tengist fréttinni óbeint. Nordicphotos/Getty 25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum. NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira
25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum.
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira