Blount fór illa með Luck og félaga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2014 11:33 Blount fór fyrir Patriots í nótt. Mynd/AP New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi. NFL Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi.
NFL Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira