Þórsarar unnu Snæfellinga í miklum spennuleik - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 21:01 Baldur Þór Ragnarsson. Mynd/Vilhelm Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira