Þórsarar unnu Snæfellinga í miklum spennuleik - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 21:01 Baldur Þór Ragnarsson. Mynd/Vilhelm Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Þá er erfitt að spila hér“ „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Þetta var þriðji deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með fjórtán stig eins og Haukar í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er áfram í 8. sætinu með tíu stig.Mike Cook yngri var með 30 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst fyrir Þór og Nemanja Sovic bætti við 27 stigum. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig en vantaði eitt frákast upp á ná tvennunni.Travis Cohn skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson var með 21 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 16 stig og tók 15 fráköst en fékk líka fimm villur alveg eins og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sveinn Arnar Davíðsson. Þórsarar komust í 9-4 í upphafi leiks en eftir góða byrjun heimamanna, tóku gestirnir í Snæfelli frumkvæðið og voru á endanum fjórum stigum yfir, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Þórsarar náðu forystunni í byrjun annars leikhluta og voru 31-29 yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Snæfell náði þá frábærum 13-2 spretti sem skilaði liðinu níu stiga forskoti, 42-33. Heimamenn áttu svar við þessu og tókst að minnka muninn niður í eitt stig, 44-45, fyrir hálfleikinn eftir 12-2 sprett á síðustu þremur mínútum leikhlutans. Það var jafnt á flestum tölum í þriðja leikhlutanum og liðin héldu áfram að skiptast á því að ná forystunni. Þórsarar unnu þriðja leikhlutann á endanum 25-23 og voru því einu stigi yfir, 69-68, fyrir lokaleikhlutann. Sama spennan var í fjórða leikhlutanum. Ragnar Nathanaelsson kom Þór í 89-86 með því að troða boltanum í körfuna mínútu fyrir leikslok og Þórsliðið kláraði leikinn síðan á vítalínunni.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Þór Þ.-Snæfell 94-90 (19-23, 25-22, 25-23, 25-22)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 30/7 fráköst/11 stoðsendingar, Nemanja Sovic 27/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 5/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3.Snæfell: Travis Cohn III 23/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 16/15 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 6/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 3.Njarðvík-KFÍ 113-64 (28-11, 33-15, 18-23, 34-15)Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst.KFÍ: Joshua Brown 25, Valur Sigurðsson 12, Mirko Stefán Virijevic 9, Hraunar Karl Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 4/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Þá er erfitt að spila hér“ „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sjá meira