Gordon Taylor, framkvæmdarstjóri samtaka knattspyrnumanna á Englandi, telur að yfirlýsing Thomas Hitzlsperger í vikunni muni hjálpa öðrum samkynhneigðum knattspyrnumönnum að koma úr skápnum.
Hitzlsperger er 31 árs gamall Þjóðverji sem lék lengi á Englandi með Aston Villa, West Ham og Everton. Hann lagði skóna á hilluna í haust en opinberaði í vikunni samkynhneigð sína.
Hitzlsperger er fyrsti leikmaðurinn sem lék í ensku úrvalsdeildinni sem kemur úr skápnum en Taylor spáir því að fleiri muni nú fylgja í kjölfarið.
„Það er ekkert að óttast og það sama má segja um knattspyrnukonurnar okkar. Ef fleiri stíga þetta skref er það vísbending um að heilbrigt umhverfi í knattspyrnuheiminum,“ sagði Taylor.
„Hér áður fyrr var komið fram við [samkynhneigða] líkt og um glæpamenn væri að ræða. En þetta er tákn um betri tíma.“
Fleiri munu fylgja í fótspor Hitzlsperger
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

