Danska blaðið BT staðhæfir í dag að FCK hafi fengið risatilboð í íslenska varnarmanninn Ragnar Sigurðsson.
Fjölmiðlar í Danmörku greindu frá því að ónefnt rússneskt félagslið væri á höttunum eftir Ragnari og að félagið væri reiðubúið að borga 425 milljónir fyrir kappann. FCK staðfesti svo síðdegis að félagið hefði fengið tilboð frá Rússlandi í Ragnar.
Sjálfur vildi Ragnar ekki kannast við áhuga frá Rússlandi en nú í morgun greindi BT frá því að tilboðið sem hafi komið hafi verið upp á fimm milljónir evra eða rétt tæplega 800 milljónir.
Ef þetta reynist rétt og kaupin ganga í gegn verður Ragnar einn dýrasti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi.
Ragnar á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við FCK en hann kom til félagsins árið 2011. Félagið greiddi þá 130 milljónir króna fyrir Ragnar sem var á mála hjá IFK Gautaborg í Svíþjóð.
Sölvi Geir Ottesen, fyrrum liðsfélagi Ragnars hjá FCK, gekk í raðir FC Ural í Rússlandi í sumar. BT veit ekki hvaða lið frá Rússlandi hefur áhuga á Ragnari en staðhæfir að það sé ekki FC Ural.
BT telur líklegt að FCK muni ganga að tilboðinu enda hafi félagið mögulega arftaka Ragnars innan sinna raða auk þess sem að það sé að skoða kaup á öðrum varnarmönnum.
Risavaxið tilboð í Ragnar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
