KR-konur fóru illa með Keflavík - úrslitin í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2014 20:54 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti góðan leik með KR í kvöld. Vísir/Valli Snæfell, KR, Hamar og Grindavík fögnuðu öll sigri í kvöld þegar heil umferð fór í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell náði átta stiga forskoti á toppnum þar sem að liðin sem voru jöfn í 2. til 3. sæti töpuðu bæði leikjum sínum en það er hinsvegar komin meiri spenna í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHl-höllinni og náði skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan og hér fyrir neðan.Snæfellskonur hafa unnið átta leiki í röð og eru með átta stiga forskot eftir fimmtán stiga sigur á Haukum, 79-64, í toppslag deildarinnar.KR-konur fóru illa með Íslandsmeistara Keflavíkur í DHL-höllinni en KR-liðið vann leikinn með 24 stigum, 92-68. Ebony Henry (29 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar), Sigrún Ámundadóttir (17 stig og 12 fráköst) og Bergþóra Tómasdóttir (17 stig) áttu allar mjög góðan leik hjá KR.Hamar vann sex stiga heimasigur á Val, 75-69, í fyrsta leik hinnar bandarísku Chelsie Alexa Schweers sem var með 25 stig í kvöld. Hamar var með tíu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en Valsliðið náði að jafna metin um hann miðjan. Hamarsliðið var hinsvegar sterkara á endasprettinum og tryggði sér mikilvægan sigur. KR og Hamar minnkuðu þar með forskot Vals í tvö stig í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.Grindavík náði fjögurra stiga forskoti á Njarðvík í baráttu tveggja neðstu liða deildarinnar eftir sex stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 66-60. Njarðvík var með frumkvæðið lengstum í leiknum en Grindavíkurkonur tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með því að vinna lokaleikhlutann 20-12. Crystal Smith spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík og hjálpaði liðinu að enda sex leikja taphrinu í fyrsta leik.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:KR-Keflavík 92-68 (18-19, 28-14, 27-18, 19-17)KR: Ebone Henry 29/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/12 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 17/5 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 8/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 7/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Sólrún Sæmundsdóttir 2.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/7 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 17/13 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 7/6 fráköst, Porsche Landry 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2. Njarðvík-Grindavík 60-66 (16-10, 18-21, 14-15, 12-20)Njarðvík: Nikitta Gartrell 41/13 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 7/5 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Salbjörg Sævarsdóttir 2/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2.Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 17/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/4 fráköst, Crystal Smith 11/7 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1/5 fráköst. Hamar-Valur 75-69 (29-24, 19-13, 10-11, 17-21)Hamar: Chelsie Alexa Schweers 25/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 23/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8/7 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 4, Katrín Eik Össurardóttir 2, Sóley Guðgeirsdóttir 2.Valur: Anna Alys Martin 19/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/6 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 6/5 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst. Snæfell-Haukar 79-64 (15-16, 24-14, 19-14, 21-20)Snæfell: Chynna Unique Brown 18/13 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/4 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 13/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/5 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst..Haukar: Lele Hardy 17/18 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Snæfell, KR, Hamar og Grindavík fögnuðu öll sigri í kvöld þegar heil umferð fór í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell náði átta stiga forskoti á toppnum þar sem að liðin sem voru jöfn í 2. til 3. sæti töpuðu bæði leikjum sínum en það er hinsvegar komin meiri spenna í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHl-höllinni og náði skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan og hér fyrir neðan.Snæfellskonur hafa unnið átta leiki í röð og eru með átta stiga forskot eftir fimmtán stiga sigur á Haukum, 79-64, í toppslag deildarinnar.KR-konur fóru illa með Íslandsmeistara Keflavíkur í DHL-höllinni en KR-liðið vann leikinn með 24 stigum, 92-68. Ebony Henry (29 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar), Sigrún Ámundadóttir (17 stig og 12 fráköst) og Bergþóra Tómasdóttir (17 stig) áttu allar mjög góðan leik hjá KR.Hamar vann sex stiga heimasigur á Val, 75-69, í fyrsta leik hinnar bandarísku Chelsie Alexa Schweers sem var með 25 stig í kvöld. Hamar var með tíu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en Valsliðið náði að jafna metin um hann miðjan. Hamarsliðið var hinsvegar sterkara á endasprettinum og tryggði sér mikilvægan sigur. KR og Hamar minnkuðu þar með forskot Vals í tvö stig í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.Grindavík náði fjögurra stiga forskoti á Njarðvík í baráttu tveggja neðstu liða deildarinnar eftir sex stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 66-60. Njarðvík var með frumkvæðið lengstum í leiknum en Grindavíkurkonur tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með því að vinna lokaleikhlutann 20-12. Crystal Smith spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík og hjálpaði liðinu að enda sex leikja taphrinu í fyrsta leik.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:KR-Keflavík 92-68 (18-19, 28-14, 27-18, 19-17)KR: Ebone Henry 29/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/12 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 17/5 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 8/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 7/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Sólrún Sæmundsdóttir 2.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/7 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 17/13 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 7/6 fráköst, Porsche Landry 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2. Njarðvík-Grindavík 60-66 (16-10, 18-21, 14-15, 12-20)Njarðvík: Nikitta Gartrell 41/13 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 7/5 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Salbjörg Sævarsdóttir 2/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2.Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 17/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/4 fráköst, Crystal Smith 11/7 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1/5 fráköst. Hamar-Valur 75-69 (29-24, 19-13, 10-11, 17-21)Hamar: Chelsie Alexa Schweers 25/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 23/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8/7 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 4, Katrín Eik Össurardóttir 2, Sóley Guðgeirsdóttir 2.Valur: Anna Alys Martin 19/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/6 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 6/5 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/6 fráköst. Snæfell-Haukar 79-64 (15-16, 24-14, 19-14, 21-20)Snæfell: Chynna Unique Brown 18/13 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 17/4 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 13/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/5 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst..Haukar: Lele Hardy 17/18 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira