Fyrr í dag vann Chynna Unique Brown, leikmaður kvennaliðs Snæfells, sigur í þriggja stiga keppni kvenna. Þá fór hún einnig fyrir liði sínu í sigri í Stjörnuleiknum og var valin besti leikmaður vallarins.
Bandaríkjamaðurinn Jay Threatt, þáverandi liðsmaður Snæfells, var valinn besti leikmaður Stjörnuleiks karla í fyrra. Fróðlegt verður að sjá hvort Cohn takist að feta í fótspor hans en leikmenn Snæfells virðast sérstaklega vel upplagðir í Stjörnuleikjunum á Íslandi.
Hér að neðan má sjá eina af troðslum Travis Cohn frá í dag sem Karfan.is festi á filmu. Þar fyrir neðan má sjá skemmtilega samantekt af troðslum Cohn úr bandaríska körfuboltanum.