Josh Brent, fyrrum leikmaður Dallas Cowboys í NFL-deildinni, fékk vægan dóm þrátt fyrir að hafa verið sakfelldur um manndráp af gáleysi.
Brent var ölvaður við stýri þegar hann lenti í árekstri með þeim afleiðingum að farþegi í bílnum, Jerry Brown, lést. Brown var einnig á mála hjá Dallas en lék með æfingaliði félagsins.
Brent var dæmdur í 180 daga varðhald en hann átti yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm. Hann verður á skilorði næsta áratuginn og þurfti að greiða rúma milljón í sekt.
Hann er 25 ára gamall og lék í þrjú ár í NFL-deildinni, ávallt með Dallas. Hann var varnarmaður og gæti gefið kost á sér aftur þegar næsta tímabil hefst, ef hann fær leikheimild hjá forráðamönnum NFL-deildarinnar.
Þeir Brent og Brown voru á heimleið eftir að hafa sótt veislu með liðsfélögum sínum hjá Dallas. Brent mældist með of mikið áfengismagn í blóði en saksóknari hélt því fram að hann hefði drukkið sautján drykki þetta kvöld.
Hann var dæmdur fyrir ölvunarakstur árið 2009.
Fyrrum NFL-leikmaður slapp við þungan fangelsisdóm
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
