Mansalsfórnarlömb dæmd Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2014 12:32 Aðalheiður Ámundadóttir. Blind refsistefna í fíkniefnamálum hefur meðal annars það í för með sér að mansalsfórnarlömb eru dæmd í fangelsi. Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Pírata, hélt erindi nýverið í Háskólanum á Akureyri þessa efnis og segir að það hafi komið á menn. Hún tengdi refsistefnu þá sem við höfum fylgt lengi og fylgjum en við mansalsmál. „Þeir urðu steini lostnir,“ segir Aðalheiður aðspurð hvernig erindi hennar hafi orkað á norðanfólk. „Ég var meðal annars að fjalla um meint mansal tengt fíkniefnaviðskiptum. Ég upplifði það sem svo að menn hafi verið slegnir.“Mansalsfórnarlamb dæmt í fangelsi Aðalheiður bar saman dóma úr íslensku dómasafni við þetta umfjöllunarefni. Menn höfðu einhvern veginn ekki horft á notkun burðardýra út frá sjónarhorni mansal.Hvernig tengirðu þetta tvennt? „Gott dæmi er dómur sem féll nýlega. Þeir eru margir dómarnir í þessa veru en einn er ágætur í þennan samanburð. Þetta var í héraðsdómi Reykjavíkur, frekar en Reykjaness, núna í desember. Þar er að finna sláandi lýsingu á því hvernig stúlka frá Spáni er fengin þar úti til að flytja innvortis efni til Íslands. Hún var augljóslega neydd til þessa verks undir hótunum um ofbeldi og líflát hennar fjölskyldu. Grimmilegum aðferðum beitt. Dómari segir að hennar frásögn trúverðuga og hún hafi ekki verið hrakin. Svo segir í næstu setningu að hún ákærða hafi unnið sér þetta til refsingar og skuli fangelsuð í 12 mánuði óskilorðsbundið. Þessi lýsing, sem dómari telur trúverðuga, passar fullkomlega við skilgreiningu í almennum hegningarlögum á mansali. En hún nýtur ekki réttarverndar, gagnvart mansali eins og henni ber samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum heldur er henni refsað. Svo afplánar hún dóminn væntanlega. Og þá á hún enn eftir að borga fíkniefnin sem hirt voru af henni í Leifsstöð. Fólk almennt virðist ekki láta sig þetta varða. Né heldur inni í refsivörslukerfinu. Dómari virðist meðvitaður um þetta, og það eru fleiri dæmi um þetta.“Útskúfaður hópur sem ekki treystir yfirvöldum Aðalheiður segir þessa dóma helst að finna í dómasafni í héraði. „Þolendur í svona málum áfrýja ekki. Þeir eiga ekki skilið réttlæti að eigin mati. Djúpstæður trúnaðarbrestur er milli þeirra sem eru í þessari stöðu; vímuefnaneytendur og þeir sem eru í lægri stigum þessa fíkniefnaheims og stjórnvalda sem eiga að tryggja mannréttindi þeirra. Ég held að þeir beri ekki skynbragð á réttlætið sem á að fullnægja samkvæmt íslenskum lögum. Sjá ekki tilgang í því. Og það geti hreinlega gert þeirra kvalara gramt í geði ef þeir leita jafnréttis; þetta er útskúfaður hópur sem óttast kvalara sína meira en allt annað. Og eru jafnvel fegnir því að komast í eitthvert öryggi, ef öryggi skyldi kalla, inni í fangelsum, frekar en að vera á flótta.“Refsistefna á villigötum Aðalheiður segir þetta tengjast blindri refsistefnu í fíkniefnamálum. „Þessi hópur vímuefnaneytenda, sem ansi oft er fenginn til að vera burðardýr, ekki í öllum tilvikum, geta verið ýmsar ástæður fyrir því, ekkert alltaf nauðung og þvingun; þessi útskúfaði hópur býr við djúpstæðan trúnaðarbrest sem þýðir að hann leitar sér ekki réttlætis. Ekkert traust ríkir til yfirvalda, fólk reiknar ekki með því að það njóti réttarverndar.“ Píratar munu í næstu viku leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til endurskoðun á nálgun í fíkniefnamálum. Aðalheiður vonar að fólk úr fleiri flokkum vilji taka þátt í því. „Að allra leiða verði leitað til að mannréttinda þeirra sem í þessari stöðu eru sé gætt fremur en að þeim verði refsað. Heilbrigðisþjónusta frekar en refsing.“Viðhorfsbreytingar verður vart Þessi umræða tengist umræðunni um lögleiðingu fíkniefna sem lið í baráttunni gegn þessu sem hér hefur verið reifað. Aðaleiður segir Pírata vilja taka eitt skref í einu. „Byrja á því að hætta að refsa sjúklingum. Þetta er í rauninni það sem heitir afglæpavæðing. Svo geta menn rætt þessar lögleiðingarpælingar. Þær þarf að undirbúa það vel og ræða í samfélaginu. Við erum ekki að leggja það til núna með þessu.“ Aðalheiður er að endingu spurð hvort hún greini viðhorfsbreytingu í þessum málaflokki, þrátt fyrir almennt andvaraleysi, sem hún áður nefndi? „Jú, ég held að fólk sé orðið óhræddara við að tala um þetta. Var svo mikið tabú. En nú er allskonar fólk að ræða þetta, ekki bara eitthvert jaðarfólk; virðulegt fólk, þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómarar, af öllum stigum og úr öllum flokkum. Umræðan er að opnast. Pírötum er mest annt um að þetta þingmál sé fyrst og fremst mannúðarstefna en byggist ekkert endilega á einhverjum frjálslyndissjónarmiðum.“ Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Pírata, hélt erindi nýverið í Háskólanum á Akureyri þessa efnis og segir að það hafi komið á menn. Hún tengdi refsistefnu þá sem við höfum fylgt lengi og fylgjum en við mansalsmál. „Þeir urðu steini lostnir,“ segir Aðalheiður aðspurð hvernig erindi hennar hafi orkað á norðanfólk. „Ég var meðal annars að fjalla um meint mansal tengt fíkniefnaviðskiptum. Ég upplifði það sem svo að menn hafi verið slegnir.“Mansalsfórnarlamb dæmt í fangelsi Aðalheiður bar saman dóma úr íslensku dómasafni við þetta umfjöllunarefni. Menn höfðu einhvern veginn ekki horft á notkun burðardýra út frá sjónarhorni mansal.Hvernig tengirðu þetta tvennt? „Gott dæmi er dómur sem féll nýlega. Þeir eru margir dómarnir í þessa veru en einn er ágætur í þennan samanburð. Þetta var í héraðsdómi Reykjavíkur, frekar en Reykjaness, núna í desember. Þar er að finna sláandi lýsingu á því hvernig stúlka frá Spáni er fengin þar úti til að flytja innvortis efni til Íslands. Hún var augljóslega neydd til þessa verks undir hótunum um ofbeldi og líflát hennar fjölskyldu. Grimmilegum aðferðum beitt. Dómari segir að hennar frásögn trúverðuga og hún hafi ekki verið hrakin. Svo segir í næstu setningu að hún ákærða hafi unnið sér þetta til refsingar og skuli fangelsuð í 12 mánuði óskilorðsbundið. Þessi lýsing, sem dómari telur trúverðuga, passar fullkomlega við skilgreiningu í almennum hegningarlögum á mansali. En hún nýtur ekki réttarverndar, gagnvart mansali eins og henni ber samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum heldur er henni refsað. Svo afplánar hún dóminn væntanlega. Og þá á hún enn eftir að borga fíkniefnin sem hirt voru af henni í Leifsstöð. Fólk almennt virðist ekki láta sig þetta varða. Né heldur inni í refsivörslukerfinu. Dómari virðist meðvitaður um þetta, og það eru fleiri dæmi um þetta.“Útskúfaður hópur sem ekki treystir yfirvöldum Aðalheiður segir þessa dóma helst að finna í dómasafni í héraði. „Þolendur í svona málum áfrýja ekki. Þeir eiga ekki skilið réttlæti að eigin mati. Djúpstæður trúnaðarbrestur er milli þeirra sem eru í þessari stöðu; vímuefnaneytendur og þeir sem eru í lægri stigum þessa fíkniefnaheims og stjórnvalda sem eiga að tryggja mannréttindi þeirra. Ég held að þeir beri ekki skynbragð á réttlætið sem á að fullnægja samkvæmt íslenskum lögum. Sjá ekki tilgang í því. Og það geti hreinlega gert þeirra kvalara gramt í geði ef þeir leita jafnréttis; þetta er útskúfaður hópur sem óttast kvalara sína meira en allt annað. Og eru jafnvel fegnir því að komast í eitthvert öryggi, ef öryggi skyldi kalla, inni í fangelsum, frekar en að vera á flótta.“Refsistefna á villigötum Aðalheiður segir þetta tengjast blindri refsistefnu í fíkniefnamálum. „Þessi hópur vímuefnaneytenda, sem ansi oft er fenginn til að vera burðardýr, ekki í öllum tilvikum, geta verið ýmsar ástæður fyrir því, ekkert alltaf nauðung og þvingun; þessi útskúfaði hópur býr við djúpstæðan trúnaðarbrest sem þýðir að hann leitar sér ekki réttlætis. Ekkert traust ríkir til yfirvalda, fólk reiknar ekki með því að það njóti réttarverndar.“ Píratar munu í næstu viku leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til endurskoðun á nálgun í fíkniefnamálum. Aðalheiður vonar að fólk úr fleiri flokkum vilji taka þátt í því. „Að allra leiða verði leitað til að mannréttinda þeirra sem í þessari stöðu eru sé gætt fremur en að þeim verði refsað. Heilbrigðisþjónusta frekar en refsing.“Viðhorfsbreytingar verður vart Þessi umræða tengist umræðunni um lögleiðingu fíkniefna sem lið í baráttunni gegn þessu sem hér hefur verið reifað. Aðaleiður segir Pírata vilja taka eitt skref í einu. „Byrja á því að hætta að refsa sjúklingum. Þetta er í rauninni það sem heitir afglæpavæðing. Svo geta menn rætt þessar lögleiðingarpælingar. Þær þarf að undirbúa það vel og ræða í samfélaginu. Við erum ekki að leggja það til núna með þessu.“ Aðalheiður er að endingu spurð hvort hún greini viðhorfsbreytingu í þessum málaflokki, þrátt fyrir almennt andvaraleysi, sem hún áður nefndi? „Jú, ég held að fólk sé orðið óhræddara við að tala um þetta. Var svo mikið tabú. En nú er allskonar fólk að ræða þetta, ekki bara eitthvert jaðarfólk; virðulegt fólk, þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómarar, af öllum stigum og úr öllum flokkum. Umræðan er að opnast. Pírötum er mest annt um að þetta þingmál sé fyrst og fremst mannúðarstefna en byggist ekkert endilega á einhverjum frjálslyndissjónarmiðum.“
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira