Það er oft talað um að reynslan skipti máli í íþróttakappleikjum ekki skorti kappana í b-liði Keflavíkur reynsluna þegar þeir freistuðu þess að komast í undanúrslit Powerade-bikarkeppninnar í gærkvöldi.
Sigurður Ingimundarson, Guðjón Skúlason og fleiri kappar léku gegn ÍR í gærkvöldi. Gunnar Einarsson skoraði 23 stig og Sverrir Þór Sverrisson 15 en framlag þeirra dugði ekki gegn ÍR sem vann með 49 stiga mun.
Gömlu brýnin úr Keflavík eru úr leik í keppninni en dregið verður í undanúrslit á morgun.

