„Ekki láta neinn stoppa þig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2014 22:00 Það kemur í hlut hins 28 ára Bandaríkjamanns Bruno Mars að skemmta lýðnum á sunnudagskvöldið þegar stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum fer fram. Denver Broncos og Seattle Seahawks mætast í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í New Jersey í leik sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Ekki aðeins er það leikurinn sjálfur sem fólk bíður eftir heldur einnig skemmtiatriðin í hálfleik þar sem Mars mun fara fremstur í flokki. „Ekki leyfa neinum að stöðva þig,“ sagði Mars á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Var hann spurður hvaða ráð hann gæti gefið ungu fólki sem vildi koma sér á framfæri og slá í gegn. Sjálfur er Mars fæddur og uppalinn á Hawaii. „Ég lenti í því þegar ég var að byrja að fólk einblíndi á hvaðan ég væri. Það skiptir víst öllu máli í tónlistarheiminum.“ Mars segir að öllu skipti að leggja hart að sér við áhugamálið og þá liggi leiðin bara upp á við. Viðtalið við Mars má sjá í heild sinni hér að ofan. Mars mun skemmta í hálfleik líkt og rokksveitin Red Hot Chili Peppers. Sveitirnar munu feta í fótspor ekki ómerkari banda en Paul Simon, Rolling Stones, U2, Prince og Paul McCartney svo fáeinir tónlistarmenn og hljómsveitir séu nefndar.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Það kemur í hlut hins 28 ára Bandaríkjamanns Bruno Mars að skemmta lýðnum á sunnudagskvöldið þegar stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum fer fram. Denver Broncos og Seattle Seahawks mætast í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í New Jersey í leik sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Ekki aðeins er það leikurinn sjálfur sem fólk bíður eftir heldur einnig skemmtiatriðin í hálfleik þar sem Mars mun fara fremstur í flokki. „Ekki leyfa neinum að stöðva þig,“ sagði Mars á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Var hann spurður hvaða ráð hann gæti gefið ungu fólki sem vildi koma sér á framfæri og slá í gegn. Sjálfur er Mars fæddur og uppalinn á Hawaii. „Ég lenti í því þegar ég var að byrja að fólk einblíndi á hvaðan ég væri. Það skiptir víst öllu máli í tónlistarheiminum.“ Mars segir að öllu skipti að leggja hart að sér við áhugamálið og þá liggi leiðin bara upp á við. Viðtalið við Mars má sjá í heild sinni hér að ofan. Mars mun skemmta í hálfleik líkt og rokksveitin Red Hot Chili Peppers. Sveitirnar munu feta í fótspor ekki ómerkari banda en Paul Simon, Rolling Stones, U2, Prince og Paul McCartney svo fáeinir tónlistarmenn og hljómsveitir séu nefndar.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira