Pierre-Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk Borussia Dortmund þegar liðið vann 2-1 útisigur á Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Borussia Dortmund hafði ekki unnið í þýsku deildinni síðan 30. nóvember og á sama tíma var Bayern Münhcen búið að stinga liðið af í baráttunni um þýska meistaratitilinn.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði mörkin sín á 31. mínútu og 65. mínútu en Benjamin Kessel jafnaði fyrir Eintracht Braunschweig í millitíðinni.
Aubameyang kom vel út í nýrri stöðu á hægri vængnum en hann leysti þar af Pólverjann Jakub Blaszczykowski sem sleit krossband í síðustu viku.
Fyrsti sigur Dortmund síðan í lok nóvember
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti

