Denver Broncos og Seattle Seahawks eigast við í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í New York á sunnudagskvöld.
Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu enda tvö bestu lið deildarinnar þetta tímabilið að mætast - besta sóknin (Denver) gegn bestu vörninni (Seattle).
Eiríkur Stefán Ásgeirsson fékk þá Henry Birgi Gunnarsson og Andra Ólafsson til að ræða um leikinn og má sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
Sport