Aðstæður í Sotsjí ekki verri en í Atlanta Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 15:35 Fjölmiðlafólk hefur mikið sagt frá lélegum aðbúnaði í Sotsjí. Kristján Kristjánsson segir aðstæður hafa einnig verið slæmar í Atlanta á sínum tíma. Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira