Hvað er það sem eyðileggur flugulínur? Karl Lúðvíksson skrifar 4. febrúar 2014 13:29 Það styttist í vorið og fyrsta veiðidaginn með öllu því sem tilheyrir, þar á meðal að fara yfir veiðidótið frá því í fyrra og komast að því að endurnýjunar er þörf. Það sem þarf að endurnýja reglulega eru flugulínurnar en þær endast misvel. Þetta er ekki endilega bundið við vörumerkið þó svo að það hangi stundum saman gæði og verð því meðferðin á línunni hefur líka mikið að segja ásamt nokkrum öðrum þáttum. En hvað er það þá sem eyðileggur flugulínur? Nokkur atriði sem vert er að minnast á er t.d. lykkjurnar á stönginni. Ef þær eru slitnar og húðin farin af þeim rispar þú ysta lagið af flugulínunni hægt og rólega af í hverju kasti. Það sem gerist t.d. með flotlínur eftir þetta er að þær missa eiginleikann til að fljóta og hegðun línunnar í kasti verður líka önnur. Lína sem þannig er komið fyrir er ónýt. Þegar þú festir flugu í grjóti útí á og allt situr fast verður að slíta til að halda áfram veiðum þá þarft þú að toga línuna fast til að slíta en í leiðinni teygir þú meira á henni heldur en nokkur fiskur myndi gera og það teygir á plasthúðinni og sprengir hana upp. Flotlínur missa við þetta floteiginleikann og allar línur mynda sprungur í plasthúðinni sem aftur getur breytt línunni þannig að hún er ekki eins og hún var hönnuð og kasteiginleikar tapast. Skítug lína er líka leiðinleg því mikil óhreinindi á línunni hafa áhrif á það hvernig línan er í kasti en þetta er einfalt að laga. Ef þú þrífur línuna reglulega heldur þú henni hreinni, hún endist betur og hún er betri kastlína fyrir vikið. Síðasta atriðið sem vert er að minnast á tengist því þegar byrjendur fara út með línurnar og æfa sig að kasta. Alls ekki gera það á malbiki eða möl heldur á mjúku grasi. Til að koma síðan í veg fyrir að endinn á línunni eða lykkjan sem er það skemmist, hnýttu 1-2 metra af taum á endann. Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði 142 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði
Það styttist í vorið og fyrsta veiðidaginn með öllu því sem tilheyrir, þar á meðal að fara yfir veiðidótið frá því í fyrra og komast að því að endurnýjunar er þörf. Það sem þarf að endurnýja reglulega eru flugulínurnar en þær endast misvel. Þetta er ekki endilega bundið við vörumerkið þó svo að það hangi stundum saman gæði og verð því meðferðin á línunni hefur líka mikið að segja ásamt nokkrum öðrum þáttum. En hvað er það þá sem eyðileggur flugulínur? Nokkur atriði sem vert er að minnast á er t.d. lykkjurnar á stönginni. Ef þær eru slitnar og húðin farin af þeim rispar þú ysta lagið af flugulínunni hægt og rólega af í hverju kasti. Það sem gerist t.d. með flotlínur eftir þetta er að þær missa eiginleikann til að fljóta og hegðun línunnar í kasti verður líka önnur. Lína sem þannig er komið fyrir er ónýt. Þegar þú festir flugu í grjóti útí á og allt situr fast verður að slíta til að halda áfram veiðum þá þarft þú að toga línuna fast til að slíta en í leiðinni teygir þú meira á henni heldur en nokkur fiskur myndi gera og það teygir á plasthúðinni og sprengir hana upp. Flotlínur missa við þetta floteiginleikann og allar línur mynda sprungur í plasthúðinni sem aftur getur breytt línunni þannig að hún er ekki eins og hún var hönnuð og kasteiginleikar tapast. Skítug lína er líka leiðinleg því mikil óhreinindi á línunni hafa áhrif á það hvernig línan er í kasti en þetta er einfalt að laga. Ef þú þrífur línuna reglulega heldur þú henni hreinni, hún endist betur og hún er betri kastlína fyrir vikið. Síðasta atriðið sem vert er að minnast á tengist því þegar byrjendur fara út með línurnar og æfa sig að kasta. Alls ekki gera það á malbiki eða möl heldur á mjúku grasi. Til að koma síðan í veg fyrir að endinn á línunni eða lykkjan sem er það skemmist, hnýttu 1-2 metra af taum á endann.
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði 142 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði