Tapaði 800 milljónum á tapi Denver Broncos Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 23:00 Stuðningsmenn Denver Broncos höfðu litlu að fagna í nótt ef frá eru taldir þeir sem keyptu húsgögn hjá Gallery Future í Houston. Vísir/Getty Jim McIngvale, framkvæmdastjóri Gallery Furniture í Houston, hét viðskiptavinum sem versluðu hjá honum í aðdraganda Super Bowl að þeir fengju peninga sína aftur ef svo færi að Seattle Seahawks stæði uppi sem sigurvegari. Sú varð raunin og reyndar með fáheyrðum yfirburðum. Ekki er þannig að skilja að McIngvale hafi verið svo pottþéttur á sigri Denver Broncos heldur var einfaldlega peningi kastað upp til að ákvarða liðið. Þeir sem vörðu meira en 6000 dölum, jafnvirði um 700 þúsund íslenskra króna, í búðinni og fengu vöruna senda heim áður en leikur hæfist í gær myndu fá kostnaðinn endurgreiddan. Alþekkt er að verslanir bjóði upp á sérstök kaup í kringum stórviðburði. Hins vegar tryggja verslunareigendur sig yfirleitt fyrir stóru tapi líkt og í tilfelli McIngvale. Heildartap hans nam sjö milljónum dala eða um 800 milljónum íslenskra króna. McIngvale segir hins vegar að áhættufíkillinn í honum leyfi sér ekki að kaupa tryggingu. Hann viðurkennir að fjárhagslegt tap sitt auki gildi þeirra var sem hann bjóði til sölu. Umfjöllun fjölmiðla hjálpi búðinni einnig að auglýsa sig. „Við höfum þegar fengið send myndbönd af fólki hoppandi á húsgögnum okkar af gleði. Ég efast ekki um að upphæðirnar sem við töpuðum muni skila sér til okkar á ný,“ segir McIngvale við ESPN. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira
Jim McIngvale, framkvæmdastjóri Gallery Furniture í Houston, hét viðskiptavinum sem versluðu hjá honum í aðdraganda Super Bowl að þeir fengju peninga sína aftur ef svo færi að Seattle Seahawks stæði uppi sem sigurvegari. Sú varð raunin og reyndar með fáheyrðum yfirburðum. Ekki er þannig að skilja að McIngvale hafi verið svo pottþéttur á sigri Denver Broncos heldur var einfaldlega peningi kastað upp til að ákvarða liðið. Þeir sem vörðu meira en 6000 dölum, jafnvirði um 700 þúsund íslenskra króna, í búðinni og fengu vöruna senda heim áður en leikur hæfist í gær myndu fá kostnaðinn endurgreiddan. Alþekkt er að verslanir bjóði upp á sérstök kaup í kringum stórviðburði. Hins vegar tryggja verslunareigendur sig yfirleitt fyrir stóru tapi líkt og í tilfelli McIngvale. Heildartap hans nam sjö milljónum dala eða um 800 milljónum íslenskra króna. McIngvale segir hins vegar að áhættufíkillinn í honum leyfi sér ekki að kaupa tryggingu. Hann viðurkennir að fjárhagslegt tap sitt auki gildi þeirra var sem hann bjóði til sölu. Umfjöllun fjölmiðla hjálpi búðinni einnig að auglýsa sig. „Við höfum þegar fengið send myndbönd af fólki hoppandi á húsgögnum okkar af gleði. Ég efast ekki um að upphæðirnar sem við töpuðum muni skila sér til okkar á ný,“ segir McIngvale við ESPN.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira