Vefsíðan Betsson bíður upp á ýmsa möguleika til að leggja pening undir á hinum ýmsu viðburðum og ætti úrvalið í kvöld ekki að svíkja neinn.
Boðið er upp á að veðja hvort völlurinn verði rafmagnslaus á meðan leik stendur en það gerðist í fyrsta sinn á síðasta ári. Þá geturu veðjað hvort einhver meðlimur Red Hot Chili Pepper's verði ber að ofan á einhverjum tímapunkti á meðan sýningunni stendur.
Hvers konar hatt verður Bruno Mars með í fyrsta laginu sínu, hver verður fyrsta lag hans, hvort liðið heldur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna að vinni leikinn og hver verður liturinn á drykknum sem hellt er yfir þjálfara sigurvegarans eru allt möguleikar fyrir getspaka.
Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD í kvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
