Peyton Manning var í nótt valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar í fimmta sinn á ferlinum. Manning og félagar í Denver Broncos mæta Seattle Seahawks í kvöld um Vince Lombardi bikarinn í Ofurskálinni(e. Superbowl).
Manning sem verður 38 ára í Mars vann verðlaunin í fimmta sinn á ferlinum en Brett Favre, Jim Brown og Johnny Unites voru útnefndir þrisvar.
Manning átti hreint út sagt stórkostlegt tímabil og fór fyrir stórkostlegu sóknarliði Denver Broncos sem sló fjöldan allra meta. Manning vann einnig verðlaunin besti sóknarleikmaður deildarinnar.
