Hafdís Sigurðardóttir bætti sig aðra helgina í röð í 400 metra hlaupi innanhúss þegar hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í greininni í dag á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Hafdís kom í mark á 54,34 sekúndum og var á tveimur hundraðshlutum betri tíma en á Stórmóti ÍR um síðustu helgi. Hafdís hafði áður sett nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki og er því í miklum bætingaham í dag.
Hafdís fékk mikla keppni frá Anítu Hinriksdóttur í úrslitahlaupinu en Aníta kom í mark á 54,48 sekúndum. Þórdís Eva Steinsdóttir varð síðan þriðja á 56,05 sekúndum en hún er ekki orðin fjórtán ára gömul.
Hafdís bætti sig í 400 metrunum eftir harða samkeppni frá Anítu

Tengdar fréttir

MÍ um helgina - Gera Aníta og Kári Steinn atlögu að Íslandsmetunum?
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í dag og á morgun í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en um 150 keppendur frá 13 samböndum og félögum eru skráðir til leiks að þessu sinni.

Hafdís setti glæsilegt Íslandsmet í langstökki
Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í langstökki á Innanhússmeistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem stendur nú yfir í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.