Leikmenn NFL-deildarinnar eru eins misjafnir og þeir eru margir og láta ýmislegt upp úr sér í hita leiksins.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot af því besta frá tímabilinu sem lýkur með viðureign Denver Broncos og Seattle Seahawks í Super Bowl annað kvöld.
Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport með upphitun klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
