Tónlist

Magnea Rún sigraði í MK URPINU

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
MK URPIÐ, söngkeppni Menntaskólans í Kópavogi var haldin á fimmtudagskvöldið í Gamla bíói. 

Stemningin í salnum var ólýsanleg en í dómnefnd sátu Herbert Guðmundsson, Reynir Þór Eggertsson, oft kenndur við Eurovision sem einnig er kennari í skólanum og Siggi Hlö.

Magnea Rún Geirdal og Sigurpáll Viggó Snorrason báru sigur úr býtum og verða fulltrúar skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður í vor á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×