Trúa á gæfuríkan getnað undir íslenskum norðurljósum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. febrúar 2014 19:14 Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala um þessa hjátrú. VÍSIR/VILHELM Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Margir í íslenskri ferðaþjónustu tala nú um að Kínverjar og Japanar trúi því að það boði gæfu að stunda kynlíf undir norðurljósunum. Getnaður er líklegri undir norðurljósunum, samkvæmt þessari hjátrú Kínverja og Japana.Sumir tala meira að segja um að þeim börnum sem getið sé með hin fögru norðurljós á himni muni fylgja gæfa og hamingja. Rútubílstjórar, leiðsögumenn og fleiri, hér á landi, hafa heyrt af þessu. „Asískir viðskiptavinir eru alveg sólgnir í norðurljósin. Þeir eru eiginlega órólegir þangað til að þeir sjá þau,“ segir Haraldur Teitsson, hjá Teiti Jónassyni. Haraldur fær viðskiptavini víðsvegar að úr heiminum. Hann segist finna töluverðan mun á afstöðu asískra ferðamanna og annarra til norðurljósanna.Ekki séð neinn stunda kynmök - enda svo kalt „Kínverjar og Japanir sækjast langmest eftir því að sjá norðurljósin af öllum. Ef þeir eru í nokkurra daga ferðalagi, sem á kannski að enda á því að skoða norðurljósin þá finnur maður að þeir eru svolítið órólegir.“ En Haraldur hefur aldrei orðið vitni af fólki að stunda kynlíf undir norðurljósunum. „Nei, enda er svo rosalega kalt, þannig að það er kannski ekki furða,“ segir Haraldur sem segist þó sjá ákveðna möguleika felast í þessari hjátrú.Ragnar Páll Jónsson, hjá fyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa heyrt af þessari hjátrú. „En ég hef ekki séð neinn stunda kynmök utandyra,“ bætir hann við.Þekkt víða um heim Þessi hjátrú er þekkt víða um heim. Í Finnlandi býður Hotel Kaksalauttanen gestum sínum að gista í sérstökum smáhúsum með glerþaki þar sem gestir geta haft það notalegt og horft á norðurljósin í rómantískri stemningu. Í kanadíska bænum Yellowknife er þetta mjög þekkt fyrirbæri. Þar er mikið talað um þessa hjátrú Kínverja og Japana. Í umfjöllun Telegraph um norðurljósin kemur meðal annars fram. „Margir japanskir ferðamenn trúa því að ef þeir geti barns undir norðurljósunum muni það eiga gæfuríka ævi. Þess vegna bjóða ýmis hótel upp á herbergi með glerþaki. Allir leiðsögumenn geta sagt sögur af því að hafa næstum því keyrt vélsleða á ástfangið par að gamna sér í snjónum.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira