Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2014 14:33 Menntaskólinn á Ísafirði. Vísir/Pjetur Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira
Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira