Verðandi NFL-stjarna kemur út úr skápnum 10. febrúar 2014 10:28 Michael Sam er algjör nagli. Michael Sam, ungur Bandaríkjamaður, er á góðri leið með að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Sam opinberaði fyrir samherjum sínum í Missouri-háskólanum á síðasta ári að hann væri samkynhneigður og átti svo frábært ár með liðinu. „Ég leit í augu strákanna og þeir byrjuðu bara hrista hausinn. Þeir voru fegnir að ég kæmi loks út úr skápnum,“ segir Sam í viðtali við New York Times en hann fékk mikinn stuðning frá liðsfélögum sínum. Hann var einn albesti leikmaður liðsins sem vann tólf leiki og tapaði tveimur á leið sinni að Bómullarskálinni sem er einn af stærri „úrslitaleikjum“ háskólaboltans. Nú er háskólaferli Sams lokið og verður hann á meðal þeirra leikmanna sem NFL-liðin berjast um í nýliðavalinu 8. maí n.k. Talið er öruggt að hann verði valinn í annarri eða þriðju umferð nýliðavalsins. Standi hann sig í kjölfarið á fyrstu æfingum nýs liðs og fái samning verður hann fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn í deildinni. Sam segir í viðtalinu við NY Times að hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á þessum tímapunkti því hann var orðinn var við orðróma um kynhneigð sína. „Ég vildi bara passa að ég gæti sagt söguna á minn hátt,“ segir Michael Sam en umfjöllunina má lesa hér. NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Michael Sam, ungur Bandaríkjamaður, er á góðri leið með að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Sam opinberaði fyrir samherjum sínum í Missouri-háskólanum á síðasta ári að hann væri samkynhneigður og átti svo frábært ár með liðinu. „Ég leit í augu strákanna og þeir byrjuðu bara hrista hausinn. Þeir voru fegnir að ég kæmi loks út úr skápnum,“ segir Sam í viðtali við New York Times en hann fékk mikinn stuðning frá liðsfélögum sínum. Hann var einn albesti leikmaður liðsins sem vann tólf leiki og tapaði tveimur á leið sinni að Bómullarskálinni sem er einn af stærri „úrslitaleikjum“ háskólaboltans. Nú er háskólaferli Sams lokið og verður hann á meðal þeirra leikmanna sem NFL-liðin berjast um í nýliðavalinu 8. maí n.k. Talið er öruggt að hann verði valinn í annarri eða þriðju umferð nýliðavalsins. Standi hann sig í kjölfarið á fyrstu æfingum nýs liðs og fái samning verður hann fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn í deildinni. Sam segir í viðtalinu við NY Times að hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á þessum tímapunkti því hann var orðinn var við orðróma um kynhneigð sína. „Ég vildi bara passa að ég gæti sagt söguna á minn hátt,“ segir Michael Sam en umfjöllunina má lesa hér.
NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira