Hún átti mjög góða stökkseríu en lengst stökk hún 6,45 metra sem er fimm sentimetra bæting á 23 daga gömlu Íslandsmeti hennar.
Hafdís bætti nefnilega Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur frá árinu 2003 á Meistaramóti ÍR 1. febrúar s.l. þegar hún stökk 6,40 metra. Íslandsmet Sunnu sem stóð í ellefu ár var 6,28 metrar.
Þessi magnaða frjálsíþróttakona, sem sópað hefur til sín verðlaunum undanfarin misseri, á einnig Íslandsmetið utanhúss. Það met setti hún síðasta sumar þegar hún stökk 6,36 metra.
Hafdís gerði svo enn betur og vann fimmtarþrautina með 3.805 stig en Ásgerður Jana Ágústsdóttir úr UFA varð í öðru sæti með 3.512. Hún er aðeins 18 ára gömul.
